100g smjör
900g hveiti
60g sykur
1/2 tsk salt
1/2 l mjólk
1 pk þurrger
Hveiti, sykrur og salt sett í skál. Smjörið mulið út í og blandað létt.
Gerið leyst upp í volgri mjólk og bætt við þurrefnablönduna.
Hnoða vel og láta svo hefast í ca 30mín, hnoða aftur og láta hefast í aðrar 30mín.
Fylling:
ca 1 & 1/2 pakki af skinkumyrju
gott að blanda skinkubitum saman við.
Deiginu skipt í 5-6 hluta, hver hluti flattur út í hring líkt og verið sé að gera pizzu og skorið í “pizzusneiðar”. ca 1tsk af fyllingu sett í miðju við breiðari enda sneiðarinnar og svo rúllað upp.
Penslað yfir með mjólk og fræ sett yfir ef vill (t.d. birkifræ).
Bakað við 200°C í ca 12 mín (aðeins misjafnt eftir ofnum og stærð horna)
Þessi eru langbest nýbökuð 🙂