Þetta nafn… Fátt hægt að segja til um það annað en að grunnurinn er fenginn þegar ég var í heimsókn hjá vinkonu minni á Akureyri fyrir MÖÖÖÖÖRGUM árum 🙂 Annars finnst mér fínt að kalla þetta líka, taka til í ísskápnum pastaréttur enda eru þeir yfirleitt eitthvað í ætt við þetta 😉 Í þetta sinn átti…
skinku og grænmetisbaka
Bökur eru ó svo einfaldar – sérstaklega þegar letin tekur öll völd og keypt er útflatt deig í búðinni svo að það eina sem þarf að gera er að ákveða hvað á að fara út í eggjahræruna. Þetta er frekar basic og hægt að setja allskonar út í fyllinguna. í þetta sinn var það einskonar…
Mánaðarmatseðill – Nóvember
Hér kemur loksins matseðillinn fyrir nóvembermánuð – betra seint en aldrei 😉 Ég kýs að setja allan mánuðinn upp með innihald frystisins til hliðsjónar – alltaf frjáls dagur í hverri viku eða svokallaður afgangadagur og lítið mál að færa til eða sleppa ef upp koma óvænt matarboð eða annað sem krefst þess að við breytum…
Kókostoppar
(lítil uppskrift)Uppfærð, nú með myndum – áður birt í desember 2010 Bragðgóðar smákökur fyrir jólin 😉 1 egg 80 gr sykur 80-100 gr kókosmjöl Sykur og egg sett í skál og þeytt mjög vel. Kókosmjölinu er bætt út í varlega og ekki verra að blanda því saman við sykureggjablönduna með sleikju. Sett á plötu með…
Blóðugt poppkorn
Hjá 2 eldri börnunum hefur verið hefð fyrir því að halda bekkjarpartý með hrekkjavökuþema dagana í kringum hrekkjavökuna. Þá er mælst til þess að allir komi með eitthvað smá á samskotsborð sem að sjálfsögðu er alltaf með ALLTOF miklum veitingum þar sem jú þetta eru um 60 krakkar í hvorum árgangi. Hvað um það, bara…
Mánaðarmatseðill – Október
Þetta er svooo þægilegt!!! það er ekki fyndið – síðasti mánuður gekk mjög vel hjá okkur og auðvelt að nýta það sem til er í frystinum þannig að ekki þurfti að versla mikið inn af próteingjöfum 😉 Hér má sjá hvernig október leggst út 🙂 Hér á vefnum má finna uppskriftir af eftirtöldu: Mexican kjúklingasúpa…
Mánaðarmatseðill – September
Mér datt í hug að skella hingað inn mánaðarmatseðlinum sem ég er nýlega farin að taka upp aftur. Gerði þá reglulega fyrir nokkrum árum á meðan Leifur var að vinna upp á fjöllum og ég ein með krakkana en svo datt það uppfyrir en nú þegar dagskráin er orðin annsi stíf seinnipartinn virka daga þá…
Döðlupestó ala Guðleif
Guðleif í vinnunni hjá mér kemur gjarnan með þessa útgáfu af pestói þegar hún sér um föstudagskaffið. Syndsamlega gott og klárast alltaf! 1 og 1/2 dl saxaðar döðlur 1 og 1/2 dl brotnar cashewhnetur 1/2 krukka fetaostur og smá af olíunni með 3/4 – 1 krukka rautt pestó (ég smakka bara til og bæti við…
Karrý fiskur
Uppfærð færsla með myndum og betri texta 🙂 Ég átti alltaf eftir að prufa þessa uppskrift, er nýlega farin að kaupa frysta þorskbita í Bónus, hef vanalega ekki verið hrifin af því að kaupa frosinn fisk en keypti þennan fyrr í vetur og sá poki kom svona ljómandi vel út. Krakkarnir eru hrifin af fiski…