Marsípan flórsykur Bragðefni – t.d. sulta, líkjör, hnetur o.f.l. Aðferð Marsipan sett í skál, örl. Flórsykur sett með og bragðefni bætt út í, hnoðað saman. Námskeið í konfektgerð í Húsasmiðjunni, 19.11.2008 Halldór Kr. Sigurðsson, bakari og konditormeistari
Tobleronefylling
100g hvítt Toblerone 50g venjulegt Toblerone 30-40g Odense Nougat Bragðefni, t.d. sulta, líkjör o.s.f.r.v. Aðferð: Bræðið Toblerone í örbylgju eða yfir vatnsbaði, blandið því næst saman við nougat með fingrunum eða sleif, hellið síðan bragðefni yfir í smáskömmtum eftir smekk, setið þetta síðan í kæli og látið stífna. Námskeið…
Möndlunougat fylling
100g Hagversmöndlur eða hnetur 150g Odense nougat Meli hunang (eða hvaða hunang sem er svo framarlega sem það er þykkt) Ljóst súkkulaði Aðferð: Möndlurnar eru smurðar með hunangi (ca 50g). Þar á eftir er þetta sett á pappír inní ofn á bökunarplötu og ristað við 200°c í 5-10 mín. Möndlurnar eru síðan teknar út og…
Vöfflur!
Guðmunda frænka sendi mér póst í sumar og bað um vöffluuppskriftina hennar mömmu hingað inn… betra er seint en aldrei 🙂 2 egg 2 msk sykur (má minnka eða sleppa) 1/2 tsk salt 400 gr hveiti 3 tsk lyftiduft 6 dl mjólk 120 gr brætt smjörlíki (nota sjálf smjör en ekki líki) Egg, sykur og…
Kókoskúlur
3 dl hafrar 1 dl hrásykur 1 msk kakó (gott að nota kakó án sætuefna t.d. frá Hersey’s) 100 gr. mjúkt smjör (skipta út fyrir smjörlíki ef mjólkuróþol/ofnæmi) Blanda saman, gera litlar kúlur, velta þeim upp úr kókosmjöli og setja inn í ísskáp í svona 30-40 mín
Stórar haframjölskökur
3/4 bolli sykur 3/4 bolli púðursykur 1 bolli brætt smjör/smjörlíki (ca 200gr) 2 tsk vanilludropar 2 egg 1 2/3 bolli hveiti 1 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 bollar haframjöl 2 bollar brytjað súkkulaði. (Ég nota rosa oft Mónu rjómasúkkulaðidropana og sker þá til helminga. Þarf að mig minnir ca 2 pakka af þeim. Annars…
Bergþórukakan
“Rabarbarapæið hans Alberts” Rabarbari niðurskorinn (nóg til þess að hylja botninn) 200gr smjör/smjörlíki 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanillusykur 2 egg Brytjið rabarbarann setja í botn á eldföstuformi (botnfylli). Bræðið smjör í potti, blandið þurrefnum út í og loks eggjum. Hrærið saman og hellið yfir rabarbarann. Bakið…
Marmarakaka ala amma Þura
Þegar ég var lítil var amma alltaf með eitthvað heimabakað gotterí í boði.. oftar en ekki var það marmarakaka og vekur það því smá nostalgíu hjá mér að baka eina slíka. Uppskriftin hennar ömmu hljómar svona: 150gr smjör eða smjörlíki við stofuhita 1,5dl sykur 4 lítil egg 5 dl hveiti 2 tsk lyftiduft 1 tsk…
Smjörkrem II
100 g smjör 100 g flórsykur 2 eggjarauður 2 tsk vanilla Þeyta smjör og flórsykur þar til létt og ljóst. Bæta við eggjarauðu og vanillodropum og hræra áfram. Matarlit að vild.