Bökur eru ó svo einfaldar – sérstaklega þegar letin tekur öll völd og keypt er útflatt deig í búðinni svo að það eina sem þarf að gera er að ákveða hvað á að fara út í eggjahræruna. Þetta er frekar basic og hægt að setja allskonar út í fyllinguna. í þetta sinn var það einskonar…
Category: Heitt í ofni
Mexico-osta heitt í ofni
brauð ferskir sveppir rauð/appels.gul paprika skinka 1,5 mexícoostur matr.rjómi rifinn ostur Sveppir og paprika sneitt niður og steikt í smjöri. Brauð skorið í teninga og sett í form. Grænmeti sullað yfir. Osturinn bræddur í potti, skinka sett útí og sullað yfir. Ostur settur yfir í lokin. Frá Guðrúnu Ól.
Piparostaréttur
1/2 skorpulaust brauð sveppir skinka 1,5 piparostur matreiðslurjómi Brauð skorið í teninga, sett í botn á formi og safanum af sveppunum mallað yfir. Smurostarnir bræddir í potti ásamt matr.rjómanum, niðursneiddri skinkunni og sveppunum skellt ofan í pottinn og hitað smá. Blöndunni hellt yfir brauðið og svo ostur yfir. Frá Guðrúnu Ó.
Heitur brauðréttur
1 poki brauð 2 d grænn aspas í dós 2 d Campell’s sveppasúpa nokkrar skinku/kjúklingaskinku sneiðar 1/2 dós sveppasmurostur slatti af rifnum osti aðferð: Brauðið rifið í litla bita og sett í skál (taka skorpuna frá). Aspasinn settur saman við (gott að rífa hann svolítið í sundur líka – hella tæplega helming af safanum með í…
Aspasréttur
1/2 dós Voga ídýfa með kryddblöndu 1/2 dós grænn aspas (án safa) 1/4 dós ananas (án safa) 1 dós sveppaostur Smátt skorin skinka eða skinkuteningar Smátt skornir sveppir Season All krydd Nokkrar brauðsneiðar eru skornar í teninga og settar í botninn á eldföstu móti. Öllu að ofan er blandað saman og dreift vel yfir brauðsneiðarnar…