Ég er alltaf að leita uppi leiðir til þess að nýta það sem garðurinn í Birtingaholtinu er að gefa… núna er mikið af stikilsberjum og fann ég þessa köku hjá Frk Kræsingar – mjög ljúffeng! Byrjum á því að hreinsa stikilsberin (taka stönglana og brúnu endana á botninum af) og skera þau í tvennt langsum…
Category: bakstur
Kleinurnar hennar mömmu
Mamma lumar á mörgum góðum uppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Okkur Ásu Júliu þykir mjög vænt um þær stundir sem við höfum átt með m/ömmu undanfarin ár þar sem hún er búin að græja kleinudeig og Ása Júlía tekur að sér að skeraogsnúa á meðan við mamma skiptumst á að…
Hjónabandsælan hennar mömmu
Mamma gerir bestu hjónabandssælu í heimi – kalt mat! Iðulega ef hún er að baka eitthvað og er “búin að hita ofninn” þá klárar hún baksturstörnina á að skella í eina tvær hjónabandssælur 🙂 Reyndar þá er það auðvitað málið að uppskriftin hennar passar fullkomnlega í 2 26cm form 😉 Skemmir auðvitað ekki heldur að…
afmælisbollakaka
Mér finnst gaman að tilraunast og prófa eitthvað nýtt 😉 ég leyni því svosem ekkert og er dugleg að henda hingað inn uppskriftum sem ég geymi fyrir mig þegar mig langar að prófa eitthvað nýtt. Eitthvað nýtt var einmitt það sem mig langaði í á afmælisdaginn minn. Fann reyndar ekkert sérstakt sem mig langaði að…