Hráefni: 5 1/2 dl hveiti 5 dl sykur 6 msk kakó 2 tsk matarsódi 1 tsk salt 1 1/4 dl matarolía 2 tsk vanilludropar 2 msk eplaedik 5 dl vatn Hitið ofninn í 180. Smyrja form með olíu eða smjörlíki og strá hveiti inn í Hveiti, sykur, kakó, matarsódi og salt sett í skál og…
Category: án mjólkurvara
Góða Kryddkakan
200gr smjörlíki 2dl kaffi 3 egg 350gr hveiti 300gr sykur 3 tsk lyftiduft 1 1/2 tsk kanill 2 tsk negull 1 1/2 tsk engifer Kaffið og smjörlíkið hitað saman. Egg og sykur er þeytt vel. kaffið og smjörl. látið saman við það og þeytt rétt aðeins. Þá er þurrefnunum blandað vel saman við með sleif, einnig má sleppa kryddtegundunum og setja þess í stað 2 msk af kakó. Deigið er síðan látið í smurða ofnskúffu. Bakast í ca 15 mín við 200°c hita. Þessi er úr safninu hennar mömmu.
Mexíkönsk kjúklingasúpa
Þessi er í uppáhaldi hjá okkur Leifi 🙂 Finnst ekkert verra að vera með frekar meira en minna af kjúklingi og flott að nota heilan kjúkling í stað bringu. Hráefni: 3 laukar 2 hvítlauksgeirar 1 fræhreinsaður chilli pipar 1 flaska granini tómatssafi 1.5 L vatn 1-2 tsk kóríanderduft 1-2 tsk Worchestershire sósa 1 tsk chilliduft…
Spelt pizzabotn
1 1/2dl gróft spelt 1 1/2dl fínt spelt 3 tsk vínsteinslyftiduft 2 msk extra virgin ólífuolía krydd að vild, t.d. Oregano, Salvía, Steinselja eða basil Smá salt vatn Blanda saman spelti, lyftidufti, kryddi og salti. Bætið Olíunni í. Síðast kemur vatnið og það á að vera það mikið að þið náið að hræra deigið saman…
Rabarbaraformkaka
250gr smjör/smjörlíki 250gr sykur 4 egg 1 tsk lyftiduft 300gr hveiti 400-500gr rabarbari 25gr möndluflögur * Hrærið saman smjör og sykur, létt og ljóst. Hrærið eggin saman við, eitt í einu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið vel. Klæðið aflangt mót með bökunarpappír og hellið hrærunni í. Skerið rabarbarann í bita og stingið í deigið. stráið því næsti sykri og möndluflögum* yfir….
Hafragrautur
1 dl hafragrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt Allt sett saman í pott. Láttu pottinn á helluna og kveiktu á miðstraum. Hrærðu í þar til suðan kemur upp. Slökktu á hellunni. Láttu pottinn standa á heitri hellunni í 1-3 mín og svo borinn fram.