Hráefni:
- 200 g Síríus rjómasúkkulaði
- 150 g Síríus rjómasúkkulaði með appelsínubragði
- 1 dl rjómi
- 2 msk. smjör
- 1 1/2 tsk. rifið hýði af appelsínu (ef vill má sleppa þessu og setja líkjör í staðinn, t.d. Grand mariner)
Hitið rjómann að suðu, lækkið hitann, bætið súkkulaðinu út í og þeytið. Bætið smjörinu og appelsínuhýðinu út í, kælið.
Setjið trufflurnar í konfektform eða mótið kúlur. Ef kúlur eru gerðar þá er gott að hjúpa kúlurnar með súkkulaði eða velta þeim upp úr kakói og kókómalti. (U.þ.b. 50 stk.)
Man ekkert hvar ég fann þessa uppskrift á sínum tíma en ég, Iðunn & Linda gerðum þessa uppskrift fyrir jólin ’04