Alltaf gott að fá smá tilbreytingu frá “vananum” hvað varðar kjúklingarétti – finnst ég alltaf vera með sömu réttina aftur og aftur 😉
Þessi kom á óvart og kannski í það mesta hunangsbragðið að setja fullar 3 matskeiðar af hunangi en krakkarnir voru sáttir og borðuðu vel. Þegar það gerist þá er ég sátt 🙂
- 1 sítróna
- 3 msk þunnt hunang
- 1 msk dijonsinnep
- 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
- 1/2 tsk oregano
- Cayennepipar á hnífsoddi (og hvað er það? – dössum þetta bara en alls ekki of mikið!)
- 1 tsk “nýmalaður” pipar
- 600g kartöflur, ekki stórar
Byrjum á því að taka bringurnar og skera í þær 3 djúpa skurði þvert yfir í hverja bringu.
Börkurinn rifinn af sítrónunni og safinn kreistur úr henni.
Blandað í skál með hunangi, sinnepi, hvítlauk, oregano, cayennepipar og pipar hrært saman við.
Bringunum velt upp úr leginum og látnar liggja í honum í ísskáp í amk klukkutíma, snúið nokkrum sinnum á meðan.
Hitum ofninn í 225 gráður. Skerum kartöflurnar niður, gott að taka þær til helminga eða minna – fer svolítið eftir stærð. Röðum kjúklingabringunum í eldfast fat. Veltum kartöflunum upp úrþví sem eftir er af kryddleginum af kjúklingnum og síðan raðað í kring. Afganginum af leginum hellt yfir.
Sett í ofninn og bakað í um 30 mín eða þar til kjúklingabringurnar eru steiktar í gegn og kartöflurnar meyrar.
Borðið fram með fersku salati.