….sem ekki þarf að baka
- 500gr döðlur
- 60-70gr kókosolía
- 50-100gr suðusúkkulaði, brytjað
- 1 lítill bolli haframjöl
- 2 bananar
- smávegis af hökkuðum heslihnetum eða möndlum
Döðlurnar eru hitaðar í potti og maukaðar. Maukuðum bönunum er bætt út í ásamt haframjöli og kókosolíu. Maukið er sett í eitt stórt form eða tvö lítil og haft í kæli eða frysti í smá tíma. Síðan eru kókosflögur, fersk jarðaber og brytjað suðusúkkulaði sett ofan á og kakan borin fram með þeyttum rjóma.
Einfallt og voða gott.
Birtist í Fréttablaðinu mars/apríl ’10