- 1kg jarðaber
- sykur
- 1 flaska hvítvín
- 3 flöskur kampavín/mjög þurrt freyðivín
Skerið jarðaberin í tvennt og setjið í skál. Stráið sykrinum yfir, magn er smekksatriði. Hellið hvítvíninu yfir berin og sykurinn og látið standa í kæli í 2 tíma eða yfir nótt.
Setjið slatta af ís í stóra skál, berjablöndunni hellt þar yfir í gegnum sigti. Berjunum og kampa/freyðivíninu bætt við rétt áður en bollan er borin fram (einnig má bæta við berjum).
Borið fram í hvítvínsglösum