8-12stk
sérlega ljúffeng smábrauð, gerð samkvæmt indverskri uppskrift.
300 ml vatn, ylvolgt
2 msk ger
4 msk sykur
1 egg
3 msk mjólk
2 tsk salt
600 -700 gr hveiti, eða eftir þörfum
1-2 msk olía
setjið vatn, ger og 1msk sykur í skál og láið standa í nokkrar mín, eða þar til gerið er farið að freyða. Bætið þá eggi, mjólk, salti, afganginum af sykrinum og u.þ.b. helmingnum af hveitinu út í og hrærið vel. Bætið við meira hveiti smátt og smátt, þar til deigið er vel hnoðunarhæft. hnoðið það þar til setjð það síðan í skál og látið það lyfta sér við stofuhita í 1 1/2 -2 klst. Sláið það þá niður, skiptið því í 8 til 12 búta og mótið kringlótta, þunnar kökur. Látið það lyfta sér í um hálftíma og hitið á meðan grillið vel. Penslið smábrauðin með olíu, setjið á grillið, beint yfir loga, og bakið í 2-3 mín á hvorri hlið á lokuðu grilli, eða þar til þau hafa blásið vel út og tekið góðan lit – gerir ekkert til þótt þau brenni ögn á smáblettum.
hef ekki smakkað þessi brauð en þau litu bara svo svakalega girnó út í Gestgjafanum að ég ákvað að setja hana hérna inn svona til þess að hafa hana á góðum stað í framtíðinni (held alveg örugglega að þetta sé ala Nanna Rögnvalds)