Síðasta klárið 2014! Þetta verkefni var búið að vera svolítið lengi í framkvæmd, nokkur önnur í gangi á sama tíma og svosem líka ekki endilega þörf á að klára strax þar sem ekki var bráðnauðsyn á að koma flíkinni í gagnið. Mér datt í hug að prjóna 3ja heilgallann á Sigurborgu Ástu eftir uppskrift sem er búin að…
Skál!
Annállinn 2014
Nú þegar aðeins nokkrir klukkutímar eru eftir af þessu ári er ekki seinna vænna en að líta aðeins um öxl 😉 Þetta ár er búið að líða ótrúlega hratt eitthvað og skemmtilegt á ýmsan hátt 🙂
Jólaball
>Á hverju ári er jólaball í vinnunni hjá tengdó 🙂 undanfarin ár höfum við mætt með ört stækkandi barnahóp. Í ár var fyrsta ball Sigurborgar Ástu. Oliver var farinn að spyrja hvenær ballið yrði snemma í desember og fannst því ekki leiðinlegt þegar við gátum sagt honum að það yrði 30.des. Sigurborg Ásta var ekki…
samverudagatal fyrir jólin
Undanfarin ár hef ég útbúið svokallað samverudagatal fyrir krakkana og í raun okkur líka! Inn í það fléttast ýmis verk eins og t.d. að undirbúa gluggana í herbergjum krakkanna fyrir jólaljós og eru þau voðalega spennt fyrir því… eins og sjá má hérna á myndinni til hliðar 😉 Ása Júlía á fullu að pússa gluggann…
Kyndilganga…
Eftir inniveru undanfarna daga í kjölfar veikindanna og almennra jólaboða ákváðum við að skella okkur í göngutúr á vegum ferðafélags Barnanna seinnipartinn í dag. Oliver náði í kyndil og gekk um með hann eins og hann væri þaulvanur. Þegar við vorum ca hálfnuð í göngutúrnum gengum við fram á 2 jólasveina sem voru meira en…
Gleðileg jól
Gleðileg Jól!!
Lítið sem þarf til að gleðja mitt litla hjarta
Eftir snjókomu og leiðindarfærð undanfarna daga fannst mér ekki leiðinlegt að heyra í ruðningstækjunum í götunni!!! Gatan okkar var með þeim síðustu í hverfinu til að vera rudd og voru heilmikil vandræði hérna á hverjum degi.