Hópurinn “ein slétt ein brugðin” á Facebook setti upp samprjón í byrjun árs þar sem allir voru að prjóna húfur úr seríu sem heitir “Year of Hats” og er á Ravelry. Það var sumsé höfundateymi sem gaf út 12 fríar uppskriftir á síðasta ári eða 1 í mánuði. Mjög skemmtileg hugmynd og margar fallegar húfur…
Uppskeruhátíð Ægis
Duglega barn! Oliver var annar stigahæsti í sínum aldursflokki árið 2019 og með bestu ástundun drengja í sínum hópi, þjálfarinn hans sagði að aðrir ættu að taka hann til fyrirmyndar þar sem hann mætti á allar æfingar þrátt fyrir að vera meiddur – og í þokkabót hafi hann mætt aðeins meiddur á eina æfinguna og…
sundstelpa
Þreytta stelpuskottan mín eftir flott sundmót í Keflavík í dag. Stóð sig svo vel á mótinu þó vinna þurfi í sumum atriðum til að fá gilda tíma en það kemur allt með kalda vatninu. Markmið náðist þó í dag að ná gildum tíma í bringusundi 😀
já trúnaðarmannavesen
þetta er alltaf hresssandi tími, eða þannig… Við erum stöðugt í “stríði” 🙁
Kjánalingarnir mínir
Hvaaaar er Ásta frænka? þá sjaldan sem við kíkjum í heimsókn í vinnuna til Ástu frænku er hún nú yfirleitt á staðnum en í þetta sinn var hún ekki í vinnunni og þótti kjánalingunum mínum það frekar skrítið en himinlifandi með veitingarnar engu að síður 😉
Pósturinn alveg að brillera!
Stóra umslagið er með póststimpli 06.12.19 og það litla 17.12.19 vissulega var litla jolakortið utan að landi en ég er ekki viss um að það hafi verið svona erfitt að komast úr Borgarnesi…
áskorun
ég setti mér ákveðið markmið að halda í öll “mittisböndin” sem koma af þeim dokkum sem ég prjóna úr í ár. Vissulega mun ég nota einhverjar dokkur eða afganga sem eru ekki með neinum miðum en það er bara auka þá. Verður áhugavert að sjá hversu marga miða ég veiði upp úr krukkunni í lok…
365/365 puuurusteik
Þessi hefð… elsk’ana! Leifur sér um eldamennskuna 100% þennan fyrsta dag ársins á hverju ári, ég er bara svona “on the side” ef eitthvað vantar 😉 En purusteikin hefur ekki klikkað enþá þó ég sé ekkert fyrir puruna sjálfa og krakkarnir slást við Leif um minn skammt af puru þá finnst mér steikin sjálf góð…