Það eru komin heil 3 ár frá því að við sögðum JÁin okkar við altarið í yndislegri athöfn í Dómkirkjunni. Mér skilst að það sé Leðurbrúðkaup… ég held að við sleppum samt leðurdressunum í dag 😉 Við ákváðum hinsvegar að skella í djúsí piparsteik með góðu rauðvíni og svo frv.. alveg dásamleg máltíð.
Heimsókn í Hólminn
Það hefur staðið til í mest allt sumar að kíkja í Hólminn að leiði Sigurborgar og Víkings þannig að úr varð að við ásamt Ingu og Skúla og Gunnari og strákunum drifum okkur í bíltúr vestur í gær (Eva var í vinnu). Við fengum virkilega skemmtilegan dag og krökkunum fannst æðislegt að vera í “picknick”…
Skólastelpan
Eins ótrúlegt og það er þá brestur víst á eftir helgina að eiga 2 skólabörn en bara 1 leikskólabarn… það verður skrítið 🙂 Ása Júlía mætti með köku inn á kaffistofu kennaranna á Austurborg í dag til að þakka fyrir sig 🙂 útbjó köku af eldhússögur með smá twisti… þ.e. notaði ekki botnana í uppskriftinni…
Leikið með húllahringinn
Ása Júlía fékk Húllahring í afmælisgjöf, ekki leiðinlegt og margar æfingar verið teknar síðustu daga 😉
6 ár
Queen Extravaganza
Við skötuhjúin skelltum okkur á tónleika í kvöld með Queen coverbandinu Queen Extravaganza. Þvílíka snilldin! Þvílikir snillingar! Við vorum búin að sjá að uppselt væri á tónleikana í kvöld en ég ákvað að kíkja á heimasíðu Hörpunnar til að kanna hvort einhver séns væri á miðum eða amk hvað þeir væru að kosta ef maður…
Djúsí súkkulaðikaka með hindberjafyllingu og súkkulaðikremi…það má
maður lætur ýmislegt eftir sér þegar maður á afmæli… Von á uppskriftinni fljótlega inn á uppskriftarhluta Kjánapriksins 😉
Verzló 2015
Við drifum okkur í 3ju útilegu sumarsins núna um verzló, nei ekki Eyjar 😉 heldur var það Þjórsárdalurinn með heimsókn á Flúðir, Gullfoss, Geysi og í Haukadalsskóg. Við komum okkur fyrir á flöt þar sem fyrir var 1 stk hjólhýsi og 2 tjöld en yfir helgina voru það eiginlega bara við og hjólhýsið sem entust…