Jæja þá er komið að því að hefja skafið! spurning hvort eitthvað verði úr þessu næstu daga 😉 Ekki það að mér skilst að Agnes í vinnunni sé búin að skafa nokkrum sinnum núna í september en hún er að fara út fyrir allar aldir – alveg klst á undan mér amk!
Haust
Haustlitirnir eru að detta í hús, mismikið en þessi fallega rauði litur með gulu ívafi birtist bara núna í vikunni í trjánum sem skilja að okkar bílastæði og nr 50. Elska þennan tíma þegar litadýrðin er að njóta sín út í eitt… elska líka þegar krókusarnir eru farnir að stinga upp “nefinu” í moldinni –…
þessar yndissystur
Ég fór með krökkunum niður í Elliðárdal fyrr í dag með það í huga að smella nokkrum myndum af þeim. Það tókst svona lala en ég náði svona fallegum myndum af systrunum á símann (sem var ekki planið því stóri hlunkurinn var með í för). Þær eru báðar í Eivor peysunum sínum en auðvitað sést…
Hressar eftir 5.7km með Veseninu ;)
Við Sirrý vinkona skelltum okkur í Miðvikudagsgöngu með gönguhópnum Vesen og Vergangur á Fésinu… fórum góðan hring í kringum Rauðavatn sem endaði í 5.7km.. skilst að hluti hópsins hafi farið um 7km og annar hluti styttra. Svosem ekkert skrítið að vegalengdirnar hafi verið svona misjafnar þar sem það voru yfir 250 manns sem mættu í…
Prjón: ÍRingurinn
Olla var farið að vanta nýja peysu í sumar og þegar ég spurði hann hvernig peysu hann vildi þá var fysta beiðnin græn með skriðdrekum á? ehh æj veistu mig langar ekki að gera skriðdreka á peysu fyrir 9 ára gutta… Eftir fótboltamót á Selfossi fyrripart sumars kom frá honum að hann væri til í…
Ganga á Mosfell
Uppfull af orku eftir berjamó tókum við skyndiákvörðun og skelltum okkur í göngu upp á Mosfellið. Vorum með burðarpokann hennar Sigurborgar í skottinu þannig að það var ekkert sem gat stoppað okkur. Við fórum upp eftir skiltum sem merktu að það væru 1.7km upp á topp. Enduðum reyndar á að að labba hálfgerðan hring og…
Í berjamó
Í stað þess að vera eins og “allir” hinir og skella okkur í menninguna niðrí bæ í dag ákváðum við að tileinka okkur frekar hina fornu hefð og ganga til berja í nágrannasveitum borgarinnar 😉 eða með öðrum orðum skella okkur í berjamó! Ása og Olli elska að fara í berjamó en Sigurborg Ásta hefur ekki…
7 ára afmæliskaka Ásu
Elsku Ása Júlía okkar verður 7 ára þann 16.ágúst. Við ákváðum eftir smá vangaveltur að gera heiðarlega tilraun til þess að útbúa köku sem líktist ís. Það heppaðist svona lala 😉 Botninn er okkar venjulega súkkulaði kaka, kremið á milli er sömuleiðis okkar venjulega krem – ég setti smá hindberjabragðefni í kremið sem fór á…