Þegar við heimsóttum hana Önnsku í fyrsta sinn til Lundar 2005 kynnti hún okkur fyrir litlu plaststykki í eldhúsið sem við höfum dásamað síðan… og keypt slatta af .. já slatta, þetta er margnota ennnnn skemmist auðvitað á endanum enda miiikið notað á okkar heimili. Síðasta eintakið okkar (af bunkanum sem við keyptum sumarið ’14)…
Nomnomnom
ég fékk gefins svo yndislega gjöf í dag.. lítið sem þarf til þess að gleðja mig.. búnt af ferskum graslauk, basil og lambhagasalati – þetta er æði!
Vetrarfrí í Vaðnesi
Við eyddum haustvetrarfríinu í kósíheitum í bústað í Vaðnesinu í ár. Notalegur tími sem var að mestu varið innandyra við spil, lestur, teikningar, kvikmyndaáhorf og spjall þar sem veðurguðirnir voru ekkert í ofsalega góðu skapi. Heiti potturinn var jú notaður daglega og rúmlega það 😉 Kíktum líka í göngutúra milli skúra um nágrennið og sprelluðum…
Bangsaspítalinn!
Mealprepp morgunmatur hafragrautarmuffins ;)
Ég hef alltaf verið hrikalega ódugleg við morgunmat – verður óglatt og ómöguleg megnið af deginum ef ég borða fljótlega eftir að ég vakna (léttmeti eins og t.d. drykkjarjógúrt gengur upp en hvar er hollustan í því?). Er komin af stað í vinnuna ca klst eftir að ég vakna og þá búin að reka gormana…
regnbogi
Það er eitthvað við það að sjá heilan litsterkan regnboga.. finnst það alltaf jafn fallegt. Þó svo að ég hafi ekki alltaf aðstöðuna til þess að ná honum öllum á mynd 😉
Haustferð Hnits
Við fórum með vinnunni hans Leifs í árlega haustferð í gær. Nú var haldið í Íshellinn í Langjökli með viðkomu við Hraunfossa og í picknick í Húsafelli. Fyrirgefðu, tekið var fram að stoppið við Hraunfossa & Barnafoss væri túristastopp og skylda væri að taka 20myndir per myndavél sem væri með í för (jájá). Ég smellti…
Áttræður og kom á óvart
Fyrir 12 árum fórum við Leifur á tónleika í Laugardalshöll ásamt stórum hópi af okkar nánasta fólki. Þá skemmtum við okkur mjög vel og áttum yndislegt kvöld. Þegar við fréttum af því að sami listamaður ætlaði að halda tónleika á ný og nú í Eldborgarsal Hörpu gátum við ekki farið þar sem hann er einn…