Við fórum með frændsystkinin í myndatöku til hans Lárusar Sig í septemberlok. Nýttum tækifærið þegar Sigurborg & Ingibjörg komu í stutta ferð heim 🙂 Mikið leynimakk og pukur var í kringum þessa myndatöku enda var endapunkturinn sá að við skyldum nýta þessar myndir sem jólagjöf til ömmu & afa barnanna 🙂 Við enduðum á að…
Þorláksmessu brölt í miðbænum
Við skelltum okkur í göngutúr niður í bæ fyrr í kvöld. Aðeins að kanna hvort við fyndum ekki hinn eina sanna Þorláksmessustemmara… Skítakuldi og allir með rautt nef 😉 Fólkið var vel dúðað og fannst krökkunum það alger snilld að rekast á Gilitrutt og Úlfinn úr Rauðhettu á sveimi á Laugaveginum… Sömuleiðis Hurðaskelli fyrir utan…
Súkkulaði sæla
Partur af samverudagatalinu okkar í ár var að súkkulaðihjúpa og skreyta pretzels fyrir jólaballið í skólanum sem er einmitt á morgun 🙂 Sigurborg var mest í því að setja kökuskraut á súkkulaðið og Olli var alveg á því að þær ættu að vera alhjúpaðar – Ása Júlía var auðvitað í því að gera þær bara…
Nýjasta snilldin frá pabba.
Nýjasta snilldin frá pabba er að slá í gegn 😉 ég hef heyrt af konum stoppuðum úti á götu til þess að hrósa þeim og ein hafði spurt Ástu frænku úti í búð í San Antonio hvar hún gæti eigilega fengið svona 🙂 Gaman að þessu.
heimsókn & piparkökur
Við fengum systkini Leifs og börnin í heimsókn í dag með það í huga að baka og skreyta piparkökur sem við og gerðum auðvitað – helling af þeim! Þegar krakkarnir voru um það bil hálfnuð ruddist inn furðufígúra í rauðum fötum með mikið sítt skegg og stóran staf. Jújú þarna var Bjúgnakrækir sjálfur mættur við…
Fyrsti skammtur
af Mors Brune – alltaf jafn gómsætar 🙂
möndlur
Ég dreif mig loksins í að prufa að gera svona brenndar möndlur. Fékk einhverntíma uppskrift sem ég átti alltaf eftir að prófa en fannst hálf skrítið að ekki er ögn af kanil í henni og mér finnst ilmurinn af þessum brenndu möndlum sem eru seldar á götum úti vera alltaf með svo ríkjandi kanil þannig…
jóló
Við nýttum tækifærið áðan og splæstum í 1 stk jólatré. Reyndar var það partur af árlegu samverudagatali sem við erum með í desember 🙂 Ásu og Olla fannst nú ekki leiðinlegt að hjálpa stráknum í Garðheimum að draga tréið í gegnum netið 🙂