Posted by Intagrate Lite
litli frændi
LOKSINS! kom að því, við fengum loksins að hitta hann litla frænda úr Danaveldi. Fjölskyldan kom seinnipartinn í gær og við skelltum okkur í síðbúna afmælispizzaveislu til Ingibjargar og fengum að hitta og knúsa litla bróður í leiðinni. Stóru strákarnir voru afskaplega stoltir af þessu litla krútti og tóku sig til með allskonar tilraunir á…
Páskabingó
Við skelltum okkur í páskabingó í dag hjá SFR á Grettisgötunni. Fullllt út úr dyrum og spjöldin seldust upp! Við náðum nú engu bingói en litlu munaði að Sigurborg næði vinningi í standandi Bingói en hún (Olli) var næst síðust til að setjast. Ása Júlía skráði sig til leiks í brandaraupplestri og var svo heppin…
Smá vorfílingur á pallinum 🌞
Posted by Intagrate Lite
Nýtt hobby
Leifur er kominn með nýtt áhugamál. sem er svosem ekki nýtt en ný útfærsla á áhugamáli sem hefur átt hug hans í annsi mörg ár. Þessi útfærsla útheimtir samt óvenju mikið föndur þar sem hann þarf að líma “drekana” saman og að auki mála þá eftir kúnsarinnar reglum. Og þegar drekarnir & allt það hefur…
Sumir eru bara með þetta!
þegar við vorum hjá Sigurborgu og Tobba síðasta sumar fékk Oliver að hjálpa Tobba að útbúa hrásalat með matnum. Mikið sport! Hann hefur nokkrum sinnum talað um að hann langi að endurtaka leikinn og útbúa salatið fyrir okkur með mat. Ég var fyrir löngu búin að tala um það við hann að hann þyrfti að…
Toogoodtobetrue
Þetta er syndsamlega gott.. eiginlega of gott! Rakst á þessa uppskrift inni á Ljúfmeti og mátti til með að hafa með súpunni í kvöld. Mæli með því að fólk kíki á þessar! Ég gerði reyndar 2falda uppskrift og stakk helmingnum af þessu í frysti til að eiga – elska að eiga tilbúnar brauðbollur sem ég veit…
fiskifeb
Við tökum þátt í fiskifebrúar! fjölgum dögum sem fiskur er í matinn 😉 í þetta skiptið er það Lax með smá ruccola, chili flögum, s&p og fetaosti (muldum kubbi) og inn í ofn í 20mín. Með þessu bárum við fram perlubygg og ferskt salat – algjört nammi!