Við skelltum okkur í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur seinnipartinn. Okkur langaði að kíkja á nýja Jólaköttinn og auðvitað í leiðinni að ath hvort við næðum ekki að sjá nokkra jólavætti. Ég hef lúmskt gaman af því að sjá Olla og Ásu í kringum þetta því þau eru farin að muna nákvæmlega hvar hvaða Vættur er…
jólakortin… 🤗
stundum er þetta bara málið…
það er að segja að safna perlulistaverkum aðeins upp og strauja svo í magni! í þetta sinn voru þau annsi mörg listaverkin sem voru straujuð 🙂 Dæturnar eru annsi öflugar við þetta og svo bætist í þegar vinkonurnar detta í hús eða frændurnir úr Norðlingaholtinu. Reyni samt yfirleitt að senda það með þeim heim þó…
já neinei ég nota ekkert svo mikið af sprittkertum… bara einstaka sinnum 😇
Ég var að taka til í kringum endurvinnsludallana áðan… áttaði mig á því að statusinn á sprittkertabikaradallinum var ekki fögur… aðeins farið að flæða upp úr og svona skemmtilegt! Þetta varð auðvitað til þess að ég fór að rifja það upp hvenær hann var tæmdur síðast… Í sannleika sagt þá man ég það ekki en…
Samverudagatal 2018
Undanfarin ár höfum við útbúið Samverudagatal í desember… hugmyndirnar eru af ýmsum toga en flestar á þann hátt að það sem við gerum saman er eitthvað sem annað hvort þarf að gera eða hefðum líklega gert hvorteð er. Kosturinn við þetta er að við gefum okkur tíma til þess að gera ákveðna hluti saman og…
Glasgow
Dásamlegt mömmufrí í Glasgow með Sirrý vinkonu síðustu daga. Vægast sagt dásamlegt! Gengum okkur upp að hnjám, versluðum aðeins, vorum menningarlegar, dekruðum við þreytta fætur með smá fótsnyrtingu, skelltum okkur í lestarferð yfir til Edinborgar, kíktum á jólamarkaði, borðuðum góðan mat og nutum þess að vera til! Takk fyrir yndislega daga í Glasgow elsku Sirrý…
5 ára afmælisveisla í dag
Sigurborg Ásta varð 5 ára í vikunni og héldum við Einhyrningapartý í dag í tilefni þess 🙂 Við Leifur skemmtum okkur stórvel við að útbúa 1stk einhyrning. Segja má að Leifur sé í æfingu við að mála eftir alla þessa skriðdrekamálun enda málaði hann Hornið með gylltum matarlit. Kakan er hin klassíska súkkulaðikaka sem ég…