Ég fór í byrjun júlí 2003 til spákonu, semsagt fyrir tæpum 2 árum, hún lagði fyrir mig spil (í stjörnu) og ég neyddi ofaní mig ca hálfum bolla af kaffi (x3 eða 4 man ekki alveg) svo hún gæti lesið úr bolla líka. Veit ekki alveg hversvegna ég var að fara.. ég var svo týnd…
Tag: daglegt röfl
fólk
stundum fær vanhugsun fólks mig til þess að glotta, jafnvel vera á barmi þess að springa úr hlátri… stundum fær þessi sama vanhugsun fólks mig til að verða alveg gífurlega pirraða… í flestum tilfellum á það fyrra samt við, fer að mestu eftir því hver á í hlut og hverju vanhugsunin tengist. fólk getur verið…
Jarðskjálfti?
þegar ég var að melta það hvort ég ætti að nenna að skríða fram úr áðan fannst mér ég heyra kunnuglegan þyt og smá skrölt í dótinu mínu. Fór að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið rugl í mér eða hvort það hafi í raun komið vægur jarðskjálfti. kíkti inná mbl.is og viti…
tíminn líður
tíminn líður ekkert smá hratt… eftir 2 mánuði verður Leifur mættur til Holte í íbúðina okkar (haha þetta er skrítið en já ÍBÚÐINA OKKAR) eftir rúma 2 mánuði hætti ég að vinna hjá SR (verí strange þar sem ég verð þá búin að vinna þar í ca 6 ár) stuttu síðar flyt ég líka til…
snillingur!!!
merkilegt hvað sumir einstaklingar eru hreint út sagt FRÁBÆRIR pennar og yndislegir frásagnaraðilar :sun: ég sit hérna og hlæoghlæoghlæ ein í heiminum alveg eins og asni 🙂 Carola snillingur!!!!!
Free Katie
haha mér finnst þetta fyndin síða… frelsum Katie frá Tom C. hmm svo að Eva geti fengið hann… já er það ekki bara málið 😉 Eva er hvorteð er búin að fylgjast með honum með stjörnur í augunum frá því við vorum hva 10 ára ? 👿
Shall We Dance
ég leigði shall we dance í gærkveldi… úff hvað ég fékk mikinn fiðring í tásurnar langaði svoooo að byrja að æfa dans aftur… það er eitthvað við Vals, quickstep, vínarvals og alla þessa “stórukjóladansa” sem heillar mig alveg svakalega, ætli það sé ekki rómantíkin yfir þessu öllu saman. Finnst ekki eins gaman í latin dönsunum…
víííí
eins og ég sagði um daginn þá getur verið voðavoða auðvelt að gleðja mig 🙂 Takk fyrir kortið Eva 🙂 btw Eva er að vera ofsalega dugleg við að setja myndir inn á heimasíðuna hjá vinahópnum 🙂