Minningakrukkan 2019 byrjar vel 🙂 Við höfum gert þetta 1x áður … 2016 eða 2017 en svo gaf ég mér lítið tíma til þess fyrr en núna. Tók þessa fínu krukku eftir jólin og svo átti ég helling af svona litlum minnismiðum eftir leikinn sem við græjuðum ásamt Gunnari & Evu fyrir Brúðkaup Sigurborgar &…
23/365
Þessi kom skemmtilega á óvart 😉 uppskriftin er komin inn á uppskriftavefinn 🙂
22/365
Grunnurinn að góðu kjúklingasalati er einfaldlega gott salat 🙂 svo er hægt að bæta hvernig kjúklingi sem er þar við 😉 *nomnomnom*
21/365
Grýlukertin myndast á ýmsum stöðum… ekki eitt að finna á þaksegginu en nóg á ruslatunnnum okkar 😉
20/365
fyrsti í fertugsafmælishrynunni
jæja… þá er stórafmælishrynan byrjuð 😉 Megnið af vinunum fagnar 40 árum í ár og við það bætist svo að tengdó verða bæði 70 ára í ár og eldri dóttirin fagnar fyrsta tugnum! Kolla æskuvinkona reið á vaðið að vanda og bauð til veislu í sal Systra og Maka í Síðumúlanum í kvöld (fædd 17.janúar)…
19/365
Stolta mamman skrifar 🙂 Sonurinn 3ji besti Ægiringurinn í sínum aldursflokki (1&2 sætið eru báðir ári eldri) og besta ástundun Höfrunga 2018
18/365
Fyrir umþað bil ári síðan uppgötvaði Oliver þætti sem heita A Series of Unfortunate Events og fjalla um hremmingar Baudelaire barnanna. Þessar seríur eru á Netflix og féllum við öll fyrir þeim – persónulega fannst mér vondikallinn er svo skemmilega mikill auli 🙂 leikinn af Neil Patrick Harris sem að mínu mati er snillingur í…