mér var sagt um helgina að ég ætti að gera eitthvað róttækt úti… fara í fallhlífarstökk já eða förðun ok hvernig er hægt að koma með þetta 2 í samhenginu róttækt ? mér finnst förðun vera svo hrikalega algengt nám núna *hehe*
Tag: daglegt röfl
í dag eru
… eitt ár og sex mánuðir komnir 🙂
bíltúr
við fórum í bíltúr í dag með tengdó, keyrðum vestur átt og vorum að vonast til þess að sleppa við rigninguna. Fórum í gegnum Borgarnes, birgðum okkur upp af nasli og drykkjum. Héldum svo af stað aftur út úr Borgarnesi og beygðum inn Snæfellsnesafleggjarann.. ákváðum að keyra niður að Álftanesi og skoða okkur um þar….
togstreita
mér líður ekkert alltof vel…. er búin að vera í tilfinningalegum rússíbana frá því að ég fékk þetta símtal í fyrradag.. ég veit ekkert hvernig ég á að vera eða hvernig ég á að haga mér. Finnst óþægilegt að þurfa að “bíða og sjá”… Mig langar ekki að taka neinar ákvarðanir… langar ekki einusinni að…
sumarfrí ? hvað er það?
mér finnst að fólk eigi að hætta að tala um sumarfrí 🙁 það eru hreinlega allir að tala um sumarfríið sitt, á leið í sumarfrí, að koma úr sumarfríi, að plana sumarfríið sitt og allt þar á milli… mig langar í sumarfrí… aðeins 43 vinnudagar eftir hjá mér 😛
klassískt
alveg klassi að svona frétt komi fram rétt áður en ég flyt þangað!!! (eða því sem næst)
eitt símtal
furðulegt hvað eitt lítið símtal getur gjörbreytt deginum hjá manni, ekki bara deginum heldur lífi manns. fékk eitt slíkt símtal í gær.. heyrði það strax á röddinni að það var ekki allt eins og það ætti að vera… fær mann til þess að endurmeta ýmislegt hjá sér… eignlega bara allt.
hrós
ég var að fá dáldið skrítið hrós áðan.. eða mér finnst það :redface: Kona sem kemur í vinnuna til mín fór að spjalla við mig á meðan hún var að hjóla hérna fyrir framan mig. Konan; varst það þú sem svaraðir í símann þegar ég hringdi hérna um daginn ? 😆 ég; uh já Konan;…