ég sá flottasta comment ever um vináttu í dag… stundum fer um gamla vini eins & gamlar bækur… …við viljum vita hvar þeir eru, en grípum sjaldan til þeirra. ég sveik sjálfa mig í dag… eða það sem ég hef lengi haldið fram… að ég gangi ekki í gallafatnaði.. ég fór og keypti mér pils…..
þá er komið að því…
SUMARIÐ ER KOMIÐ!!!! Gleðilegt sumar & takk fyrir veturinn
Viltu Vinna Milljón ?
jæja þá er þetta í síðasta sinn sem hægt er að plata mig í VVM þar sem Lions er núna LOKSINS hætt að sjá um að manna þættina JAY!!!
góðan daginn daginn daginn…
jæja enn einn rólyndis vinnudagurinn þar sem ekkert er að gera… Ég var alveg SVAKALEGA dugleg í gær… ég fór út á bensínstöð og þreif og bónaði bílinn minn, setti meiraðsegja reinex á fram og afturrúðuna og þreif rúðurnar að innan og og og og bara súper happý.. verst að ryksugan á þessari bensínstöð var…
ööhhh
mikið svakalega leiðist mér í vinnunni þegar sólin skín glatt úti og ég er föst inni og það er EKKERT að gera…
frændi er fæddur!!!
kl 9:40 að staðartíma ( San Antonio, Texas, ca 5 klst á eftir okkur ) fæddist Logan Elliott hann var 7pund & 7 únsur ( STARFRÆÐISÉNÍ vantar upplýsingar um hvernig á að reikna þetta takk *huldabjörg*) og 19,5 inch – eða 49,5 cm fæ myndir fyrr en síðar
jæja… enn ein fermingarveislan yfirstaðin…
í dag var það Davíð Rúnar … mér brá dáldið að koma þarna inn… þannig er að Davíð Rúnar er barnabarn systur pabba og hún tók upp á því fyrir um 15 árum að einangra sig frá amk pabba ef ekki öllum systkinunum nema Ástu frænku… og pabbi ákvað bara að leyfa henni að ráða…
*jeij*
ég var að fá fréttir af Shavawn frænku… jebb þessari sem er alveg að springa.. Allavegana hann Logan Elliott Beitthvaðsemégkannekkiaðstafa kemur til með að eiga afmælisdaginn 22 apríl 🙂 Shavawn verður víst “sett af stað” á morgun 🙂 ég vona að frænku eigi eftir að ganga vel… hún erfði vonandi ekki grindina hennar mömmu sinnar……