jæja… þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn… allavegana það sem liðið er af honum… Ég er enn að drepast í fætinum og nú er verkurinn farinn að færast upp sköflunginn þannig að ég ákvað að hafa samband við doxa.. hann vill endilega fá mig til sín í fyrramálið… kemur allt saman í ljós…
*Böggur*
HMM.. þvílíkt bögg… með þessu nýja blogger dóti virðast sum bloggin fara í kássu…
helloooooooo
Blogger er komið með nýtt útlit í bloggkerfinu… nokkuð nett… sátt við það! t.d. komnir með svona title línu… bara sniðugt og það besta af öllu… ÍSLENSKAN TÍMA!!! þannig að núna verða póstarnir ekki lengur á undan eða eftir… heldur á hárréttum tíma.. Íslenskum tíma!!!
Slúðrað & Slefað
jæja “slúðað & slefað” var að koma í hús… búin að fletta yfir það þunna blað og þegar ég var ca hálfnuð þá rek ég augun í myndir af fólki sem ég þekki… alltaf gaman að því… fólkið sem ég þekkti svona svakalega vel voru Kolla skvís, Diljá & hjónin Edda&JónAxel… gaman að því:)
MSN
hehe, mér finnst eitt svo krúttaralegt… ég er komin með litla frænda minn á MSN hann er ekki nema 10 ára 🙂 heheh… hann er alltaf að reyna að fá mig til að spila við sig… væri fínt ef ég væri heima en það er ekki sniðugt á vinnutíma… EN jæja… fyrir hann og bara…
skoooooooooooooooooo
Ég hafði rétt fyrir mér!!! sama frétt: “Ný barnaverndarlög tóku gildi í fyrra. Samkvæmt þeim á Barnaverndarstofa rétt á upplýsingum úr sakaskrá um menn sem hafa hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, þ.m.t. fyrir að eiga barnaklám. Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd flytji maður sem veruleg hætta er talin stafa af í umdæmi hennar. Ef rík barnaverndarsjónarmið…
DAGNÝ ÁSTA ÞÚ ERT SNILLINGUR!!!
að gleyma tröppu við hús sem þú ert búin að búa í sl 17 ár verður að teljast til snilldarverka!!! aníhow ég sit uppi með snúinn ökkla ( sem betur fer ekki alvarlega ) og sár þarna ofarlega á ristinni… eiginlega bara á ökklanum… SNILLI Dagný Ásta SNILLI
kaldhæðni….
Það var haldinn húsfundur hérna í gamla Héðinshúsinu sl föstudag… þar voru mættir fulltrúar allra fyrirtækja í húsinu, allavegana þeim stigagangi sem við tilheyrum… þ.e. Fróði, Loftkastalinn, SRG & 10/11 (ehh man ekki eftir fleirum sem tilheyra okkar stigagangi) allavegana… eitt af fundarefnunum var hjólamál. Það er nefnilega ótrúlegur fjöldi sem mætir á reiðhjólum svona…