til hamingju með daginn elsku mamma
150/365
Ása Júlía keppti á sínum fyrstu Akranesleikum í ár. Stóð sig með prýði og skemmti sér stórvel. Við mæðgurnar mættum um hádegi í dag þar sem hennar greinar voru bara eftir hádegi og svo eru 3 greinar fyrirhádegi á morgun. Til þess að heildarpakkinn gengi upp ákvað ég að bjóða mig fram sem næturstjóra í…
149/365
Þegar pabbi fór til Ástu frænku í Texas fyrir möööörgum árum kom hann heim með teppi sem hefur verið mikið notað, man ekki hvernig það var en heima hjá foreldrum mínum eru til 4-5 stk af þessum teppum með mismunandi ríkjandi lit. Ég fór í fyrsta sinn ein til hennar sumarið eftir 10.bekk eða í…
148/365
Það er ekki oft sem Elvis er á vappi í hverfinu 😉 En þarna var hann í fullum skrúða með hljóðkerfið með sér og tók nokkur lög á göngustígnum fyrir utan K48 fyrir glaða Gæs og vinkonur hennar (já og nokkra auka áhorfendur).
147/365
Ég er algjör sökker fyrir því þegar íslensku sælgætisframleiðendurnir setja nýjungar á markaðinn og kaupi í 96% tilfella 1-2 stk um leið og ég sé eitthvað nýtt í verslunum. Tala ekki um þegar eins og t.d. Nói skellir inn á Facebook ca mánuði áður en þeir setja hlutina á markaðinn. Minn dómur – þetta er…
146/365
3 af 6 óska köllunum komnir! Stundum hitta leikfangaframleiðindur í mark hjá mér 😉 Hluti fjölskyldunnar er svolítið mikið mikið fyrir LEGO og nýlega komu nýjar minifigures frá þeim á markaðinn (svona “leynipokar”) og í þetta sinn voru fullt af Disney fígúrum þar á meðal – þetta er samt í annað sinn sem Disney er…
145/365
Suma daga er maður bara andlaus hvað varðar myndirnar þannig að hingað detta bara inn myndir af vinnutengdum málum *blah* Ég þurfti ss að panta meira köfnunarefni og til þess að hafa símanúmerið var bara einfaldast að taka mynd 😛
144/365
Seljahverfi – Laugardalur (Þróttur vs ÍR aka ValurKári vs Oliver) – Seljahverfi <<– ekki slæmur fyrsti hjólatúr í lengri tíma 😉