Ég er núna búin að vera í heilan mánuð í nýju vinnunni og gengur barasta alveg ljómandi vel – amk að mínu mati 😉 Skemmtilegur móral – sem skiptir ó svo miklu. Líka dáldið sniðugt að mamma stelpu sem var ein af mínum fyrstu vinkonum úr Grandaskóla er að vinna með mér. Stelpa sem ég…
Tag: daglegt röfl
síðasta úthaldið
Ég skutlaði LS út á flugvöll í morgun, síðasta úthaldið *jeij* en ég er samt orðin ó svo þreytt á þessu fjarsambandi, get þó róað mig við það að eftir 7 daga, bara 7 daga kemur hann heim! spurning um niðurtalningu *hmmm* annars frekar fyndið, var nýbúin að skrifa þessa fyrstu setningu og þá hringir…
bíó
Við skötuhjúin ásamt ma&pa skelltum okkur á Mýrina í gærkveldi, alveg sérdeilis fín mynd… ég er rosalega sátt við hana og hversu vel hún er túlkuð af öllum 🙂 mér fannst líka einkar skemmtilegt að sjá hann Tóta bekkjarbróðir úr Hagask. birtast þarna nokkrum sinnum *Haha* nei hann var ekki að leika bara syngja 🙂…
öfugsnúnir dagar
síðustu dagar hafa verið hálf öfugsnúnir, ég er liggur við búin að vera með stöðugan höfuðverk síðan aðfararnótt miðvikudags, reyndar sem betur fer ekki jafn slæman og þá *úff* lítið sem ekkert sofið þá nóttina, endaði líka með því að ég fór ekkert í vinnuna og fékk doxann minn til þess að hringja í mig…
er ekki allt í lagi með fólk ????
Lögreglan í Kópavogi hefur tekið til rannsóknar tildrög þess að átök brutust út í kjölfar deilna fólks um bifreiðastæði við Bónusverslunina við Smáratorg í Kópavogi á miðvikudag. Þar deildu konur um það hver ætti tilkall til ákveðins bifreiðastæðis og lauk því með handalögmálum og aðkomu lögreglumanna. Hlutust af þessu einhverjir áverkar, sem voru þó ekki…
draumfarir
ef ég bara myndi þessa drauma sem hafa verið í gangi undanfarnar vikur þá væri ég pottþétt komin með asssgotti gott safn af smásögum jafnvel skáldsögum.. svakaleg ævintýri, drama og allt þar á milli búið að vera í gangi… bara fyndið 🙂 Suma morgna kemst ég ekki hjá því að vakna glottandi þar sem ævintýri…
vesturbæjarlaugin
margar af sumarminningunum mínum frá því að ég var í grunnskóla tengjast Evu Hlín, Vesturbæjarlauginni, litlum boltum eða vatnsblöðrum… þegar ég hugsa til baka þá verð ég eiginlega að viðurkenna að ég er hálf hissa á því að það hafi ekki verið farin að myndast sundfit á okkur skvísunum, við gátum eytt heilu dögunum í…
sniðugt
Ég sá þetta hjá henni Rebekku áðan Íslenska útgáfan af bréfaklemmuskiptum Þetta er eitthvað sem mér finnst alveg þess vert að fylgjast með og fyrir þá sem hafa kost á að taka þátt í þessum skiptum! Skemmir ekki að þetta er snilldar félag sem hann ætlar að styrkja í lokin, CPfélagið, CP stendur fyrir Cerebral…