Þessi tími er mættur… notaleg ljós fá að yfirtaka heimilið á kvöldin þegar farið er að rökkva. Ef það eru ekki kósí lampar þá eru það kertaljós út um allt 🙂
256/365
Ég elska haustið, eða réttarasagt það sem haustinu fylgir… allt þetta ferska fallega nýja grænmeti sem hefur fengið að dafna yfir sumarið. Keypti mér nýtt hnúðkál á grænmetismarkaðinum í Krónunni um í dag og sælgætið sem það var… Í sakleysi mínu var ég að vonast til þess að eiga þetta ein en það var svo…
255/365
Við fórum í afmæli til Jóhönnu Lovísu í dag – heil 8 ár komin í safnið hjá dömunni 🙂 Það var alveg brjáluð rigning… og Olla þótti vissara að hylja pakkann einhvernveginn frá bílnum og að húsinu – þetta var smá vandaverk 🙂 en hafðist þó á endanum og pakkinn komst þurr til skila 🙂
254/365
Ég er að fylgja notanda á instagram sem kallar sig Thesexyknitter og er með Harry Potter nördaskapinn á hreinu 🙂 Nýlega var hún með smá afslátt af öllu tengdu HP á síðunni sinni og ég ákvað að splæsa á nokkur mini skeins sett sem bárust mér svo í dag í þessu líka fallega skreytta umslagi!…
253/365
Stundum er bara ekki hægt að sleppa því að taka mynd…
252/365
Nokkuð sem allir sem eru eitthvað í handavinnu (alveg sama hvernig) þekkja er það að reglustikur, málbönd, mælistikur eða hvað það er sem þú notar til þess að mæla það sem þú ert að gera hverfur! hreinlega *púff* það er hvergi finnanlegt. Ég hef reynt að venja mig á það að ef ég rekst á…
251/365
Nota strætó segja þeir… Ég er búin að vinna kl 16:00 og frístundin lokar 17:00 … Síðustu daga hef ég verið að koma heim eftir kl 17 þrátt fyrir að stoppa ekkert á leiðinni úr vinnunni og leggja jafnvel af stað á slaginu kl 16 … Í gær tók það 50 mín að komast að…
250/365
þegar það er ekki hægt að velja þá vinnur maður í mörgu… Beyta peysunni “Aska”, sokkarnir “Hermionies everyday spocks” sem eru partur af septembersamprjóni í facebookhópnum “ein slétt ein brugðin” og að lokum ungbarnapeysa í vinnslu…