ég er búin að vera ferlega léleg með handavinnuna mína síðan við komum heim frá dk. ég var reyndar að klára að sauma snjókarlasett sem ég átti, saumaði einn mill hill snjókarl fyrir jólin 😉 svo gerði ég jú 4 stk af servéttuhringjum handa mútter í jólagjöf 😉 náði ekki að gera fleiri fyrir jólin…
jæja…
er ekki alveg kominn tími á að þessum sprengingum linni ? er alveg komin með nóg af þeim 😐
hóst, hæsi og slen
ég veit ekki hvað það er með mig og að byrja nýtt ár með veikindum… er núna búin að vera hóstandi í ca viku – sérstaklega á næturna… verri í dag en í gær enda er komið að því að röddin er að bresta *ík* sem þýðir að ég kemst ekki í sund eins og…
stjörnuspár…
eru stundum svo yndislega fyndnar… Ljón: Notaðu gaman til þess að rjúfa veggina milli fólks. Ljónið er heillandi frá náttúrunnar hendi og kemst upp með að gera og segja hluti sem engum öðrum myndi líðast. tekið af mbl.is
ér a pæla
mér finnst þetta myndband sem Helgi & Wadi vinir Leifs tóku upp í Köben í fyrra (að mig minnir e-n tíma fyrir jólin) vera alveg rosalega líkt nýju IE auglýsingunni… nema bara eiginlega öfugt.. þ.e. nýja IE auglýsingin þar sem gaurinn er að “Jack-a út um allan heim” alveg rosalega líkt myndbandinu frá þeim félögum…..
jólin jólin jólin
jæja þá er þessu hérumbil lokið í bili… átti voðalega róleg jól að vanda, finnst þægilegast að þurfa ekkert að vera á þvælingi á þessum dögum – vil líka bara helst vera heima með mína bók/útsaum/bíómynd, mitt kakó og smákökur/konfekt og í mínum þægilegufötum 😉 vorum á Framnesveginum þegar bjöllurnar hringdu inn jólin og fórum…
Jólakveðja
Kæru ættingjar og vinir 🙂 Sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samverustundirnar á árinu sem er að líða. Vonum að þið hafið að sem allra best yfir hátíðarnar. Ykkar Dagný Ásta & Leifur
Þrettándi var Kertasníkir þá var tíðin köld ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöldHann elti litlu börnin sem brostu glöð og fín og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín