Jæja ætli það sé ekki best að koma með einhverjar fréttir… Ég steingleymdi að taka mynd af síðasta aðventukerti þannig að mynd af öllum 4 birtist á sunnudaginn (I hope). Alveg merkilegt hvernig allt hrúgast á sömu dagana. Við fórum í laufabrauðsskurð um síðustu helgi með Familíunni hans Leifs og þaðan beint í mat til…
Glerbræðslunámskeið
Mér bauðst að bætast í hóp sem var að fara á glerbræðslunámskeið hjá Glit um daginn. Þetta var bara svona eitt kvöld og við fengum að gera 3 hluti. Mér fannst þetta rosa gaman 🙂 líka svo gaman að eiga nýtilega hluti sem maður hefur gert sjálfur. Það var ss eitt skylduverkefni sem var stjarna….
Betlehemskerti
Í dag er annar í aðventu þannig að við kveiktum á Betlehemskertinu 🙂
Vikan sem leið…
Jæja ætli það sé ekki ágætt að henda nokkrum línum hérna inn 🙂 Ég byrjaði að vinna aftur á mánudaginn, dálítið skrítið að byrja aftur að vinna og frekar blendnar tilfinningar í gangi – vonum bara að þetta lagist í janúar. Oliver er hjá mömmu á meðan ég er að vinna þannig að ég veit…
prakkararnir Maggi & Elsa
Við vorum að fá e-mail með þeim upplýsingum að þau hafi skellt sér í hjónaband í Sidney, Ástralíu þann 3.des!!! Innilega til hamingju elsku Maggi & Elsa!! Fékk þessa mynd að láni af heimasíðunni þeirra 😉
fyrsti í aðventu, Spádómskertið
Við skötuhjúin skelltum okkur í aðventukransagerð í gærkvöldi 🙂 semsagt þá var ákveðið að gera okkar eigin jólahefð og vefja okkar eigin grenikrans 🙂 Erum nokkuð sátt við útkomuna 🙂 Hér er kransinn og búið að kveikja á fyrsta kertinu Spádómskertið
Myndastúss
Ég er að dunda mér við að setja inn nokkrar nýjar myndir í myndaalbúmið mitt á netinu. Frændsystkinahittingur Köben 21-25 nóv ’07
Ljósið
Smá að auglýsa fyrir pabba og co 😉 Handverkssala Ljóssins Handverkssala Ljóssins verður haldin sunnudaginn 2. desember kl. 10-16 í kaffihúsi Neskirkju / Hagatorg. Fallegar jólagjafir á góðu verði og má þar nefna: Leirlist, glerlist, ullarþæfingu, mosaik, dúkkuföt, tréútskurð, bútasaum silki og fl. Kökubasar og hægt að kaupa kaffi og vöfflur.