mér finnst klórlyktin af húð góð eftir sund þá klæjar mig all svaðalega í húðina núna… Fórum í sund í gær með pjakkinn og vorum í góðan tíma að leika, kafa og skoða allt hitt fólkið sem var í sundi. Hann elskar að vera í vatni þannig að um að gera að fara sem oftast…
mig langar…
út!!!! og reyndar margt annað en ég sætti mig við að sleppa fyrr úr vinnunni 😉
rólegt á bloggsvæðum
Það er búið að vera frekar rólegt hérna á kjánaprikinu undanfarið.. eða undanfarna mánuði. Lífið gengur sinn vanagang og allir voða rólegir – nema kannski Oliver enda er hann kominn í einhvern ham, bablar eins og hann fái borgað fyrir það og það er annsi misjafnt hvað fólk fær út úr bablinu.. við erum samt…
fjölskylduhittingar
Ég var að átta mig á því að í sumar er búið að plana 2 hittinga stórfjölskyldunar minnar mömmu megin 🙂 sá fyrri er á morgun og þá ætla afkomendur Helgu ömmu og Olivers afa að hittast í tilefni þess að afi hefði orðið 95 ára núna 10.júní. Stuttur fyrirvari þarna þannig að það er…
Þórsmerkurferð
Við skötuhjúin skelltum okkur í Þórsmörk um síðustu helgi ásamt Ashley frænku, Óla, Evu & Frey. Þetta var bara notaleg ferð (amk fyrir flesta) og virkilega gaman að sýna kanínunni okkar nýtt svæði. Hingað til hafa hennar útilegur einkennst af tjaldi á strönd! Jájá ekkert strandarvesen hér, bara frost og jöklanálægð 🙂 Ég held að…
Hvar varst þú?
verður maður ekki að koma með svona eitt skjálftablogg eins og meirihlutinn af bloggurum landsins 😉 Við Oliver skelltum okkur á Þingvelli í gær ásamt mömmu, pabba, Ástu frænku og Ashley frænku. Við Ashley vorum nýbúnar að labba frá Öxarárfossi og erum að labba í áttina að bílastæðinu þar sem hin biðu okkar þegar við…
Eurovisiondjamm
ójá við skelltum okkur á júró djamm á laugardaginn með litlu frænku í eftirdragi 😉 náðum að sjokkera hana all svakalega með látum, mis lélegum söng, næstumþvíslagsmálum og fullt af fullu fólki niðrí bæ. En mikið svakalega skemmtum við okkur vel! Takk kærlega fyrir boðið Sirrý – þetta mun lifa!!! Ég er að vinna í því að setja myndirnar sem…
Heimsókn til doxa
Ég fór í morgun og hitti doxa sem ætlar að laga bakflæðisvandamálið mitt – ég þarf reyndar að fara í einhverja þrýstingsmælinu sem er ekki hægt að gera alveg strax þar sem mælingatækið er bilað. Hún allavegana talaði mig algerlega inn á aðgerðina þar sem jú það er ekkert sérstaklega spennandi að þurfa að taka lyf allt sitt líf! come on! Allavegana læknirinn sem ég hitti vill helst fá að skera mig fyrr en seinna og laga þetta. Ég veit samt ekki…