Öxnadalsheiði þann 29.júní ’08 Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Við fórum um helgina ásamt tengdó í sumarbústað norður í Aðaldal. Keyrðum úr sólinni beint í rigninguna! Áttum notalega helgi í bústaðnum með smá skrepperíum til Húsavíkur og Ásbyrgi. Við fengum reyndar góðar skúrir í þau skipti sem við fórum út *hehe* enda var…
Grasagarðurinn
Við hittumst nokkrar í dag eftir vinnu í Grasagarðinum. Frábært veður og yndislegur félagsskapur… allt þar til einhver náungi ákvað að stoppa rétt hjá okkur og stara á okkur leika við börnin og að lokum fór hann að tjá sig um og við börnin… Við vorum 3 þarna á þessum tíma og með 3 börn…..
pro’s & Con’s
eða þannig… mér er heitt það er vont loft hérna og þessi blessaða vifta gerir meiri skandal heldur en góða hluti! (nenniggi að vera að tína upp pappíra alltaf hreint) mig langar í sund með Oliver sundkappa vildi óska þess að það væri hægt að loka búllunnni v/ sólar 😉 ég losna eftir 2,5 klst,…
myndir!
Ég er búin að vera að dunda mér við að setja inn myndir frá því að Ashley frænka var hérna, eitthvað af myndum eru samt enn í tölvunni sem eiga enn eftir að fara inn eins og t.d. frá sjóferðinni okkar!!! 🙂 Hérna er yfirlit yfir myndaalbúmin sem ég er búin að setja inn Óli…
mamamamammma
rosalega er gaman að vakna við það að hjá manni liggur lítill pjakkur og segjir mammamammammaa og svo heyrist *uummmah* og lítill munnur snertir kinnina 🙂
íslenskur ferðamaður á Íslandi
Fyndið hvernig maður sér ísland stundum í öðru ljósi þegar maður er búinn að vera að draga útlendinga út um allt. Margir staðir sem maður fer m.a. ekkert á nema að með í för sé einhver útlendingur sem hefur etv ekki komið á skerið. Ég fann þónokkuð fyrir þessu á meðan frænka var hérna. Náðum…
stundum
getur sumt fólk gert mig alveg kúkú! Væri alveg til í að vera einhverstaðar annarsstaðar í dag.
ótrúlega þreytt..
mikið svakalega er gott að vera svona grútþreyttur eftir frábæran dag… Við fórum í Sjóstöng með Ashley frænku og Óla U (og 2 öðrum sem áttu bátinn :P) vá þetta var fáránlega skemmtilegt og næstum því skemmtilegra að skoða myndirnar eftir ferðina 🙂 Við veiddum hellings helling af þorski, Leifi tókst að landa 1 stk Steinbít, Óli náði í ýsu restin var fiskur sem heitir víst Lísa 😉 Fiskurinn var…