Álftavatn í fjarska Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Við vorum að setja inn myndir frá því að Leifur og strákarnir gengu Laugarveginn um síðustu helgi. Þær má allar finna á Flickerinu okkar hérna til vinstri á síðunni eða smella á myndina sem er hérna í færslunni… já eða bara hér!
úúúú
Lyfjakynningarnar eru mættar… sem þýðir bara 2: 1) haustið er mætt… 2) frír matur í hádeginu á föstudögum *jeij*
Leikhús
Sirrý og Lilja kíktu til mín um daginn og við fórum að spjalla um hvort við ættum ekki að virkja vinkonuhópinn í vetur og gera e-ð menningarlegt eins og t.d. að smella okkur í leikhús. Sirrý var með auglýsingapésa frá Þjóðleikhúsinu með upplýsingum um sýningar vetrarins… eitt af mínum uppáhalds leikritum er að fara á…
umferðarkerfið í RVK er ekki sprungið
þessa setningu heyrði ég einhverntíma frá einum af okkar yndislegu pólitíkusum í borgarstjórninni… er það þessvegna sem ég var í röð frá BSÍ og alla leið að Kringlunni í dag? just wondering…
stundum
væri ég sko meira en lítið til í að hafa svona fjarstýringu á húslyklunum eins og bíllyklunum – nema að hurðin myndi ekki aðeins fara úr lás heldur líka opnast 😛
göngugarpar
Ég heyrði aðeins í Leifi áðan… þeir eru að leggja af stað úr Húsadal áleiðis í borgina. Úff lýsingarnar sem hann gaf af veðrinu fyrsta hluta leiðarinnar – EKKI spennandi – eins og ég sagði ég öfunda þá ekki af veðurfarinu í þessari ferð 🙂
spörning
samstarfsmaður: Hvað ætlar þú svo að gera um helgina Dagný mín ? moi: smá umhugsun sofa í miðju rúminu svo framarlega sem OLK verði ekki þar með mér *englabros*
það er svo vont
að fá slæmar fréttir svona í morgunsárið… maður er einhvernvegin ekki í “sambandi” Annars þá lögðu strákarnir af stað í gönguna sína núna í morgun (þ.e. fóru með rútunni í Landmannalaugar. Leifur, Gunnar bróðir hans, Óli U, Andreas og vinur Gunnars ætla að labba Laugarveginn núna um helgina – öfunda þá ekki af veðurfarinu en…