mér finnst eins og ég sé búin að vera að vanrækja þessa síðu frekar lengi … yfirleitt hefur verið góður möguleiki fyrir mig á að fletta upp í færslunum hérna svipað og í dagbók ef eitthvað hefur verið að gerast en ég rak mig á það þegar ég var að gera annálinn fyrir síðasta ár…
í ágúst…
Ég er að fá smá svona svomikiðaðgera tilfinningu allt of snemma. Ég var nefnilega að færa inn á dagatalið mitt afmælisdaga og viðburði sem ég veit að eiga sér stað á árinu og tók eftir því að ágústmánuður er alveg þétt setinn. Þetta er alveg hreint ótrúlegt! Það eiga nokkrir sem ég þekki eða þekkti…
Hrós
Ég má til með að hrósa fyrirtækinu Heilsa ehf. Við lentum í því í vikunni að þegar við ætluðum að gefa Oliver jógúrt (Soya) að þá var dollan fallega græn að innan af myglu *jummy* samt sást ekkert utan á dósinni áður en hún var opnuð og síðasti söludagur átti að vera í maí! Ég…
tíminn líður
og það frekar hratt þessa dagana amk að mínu mati. Finnst hann bókstaflega fljúga framhjá… áður en maður veit verður árið liðið. Strákurinn kláraði viku 2 á leikskólanum í gær og er bara sáttur við veruna þar, hann er farinn að kalla á krakkana á morgnana og heimtar svo að fara til afa seinnipartinn. Bara…
leikskólastrákurinn
Litli strákurinn minn er núna búinn að mæta á leikskólann alla vikuna og standa sig eins og hetja! Fóstrurnar eru svo ánægðar með hann að hann hefur fengið að vera lengur næstum því daglega og það hefur ekki verið neitt vandamál að skilja hann eftir á morgnana 🙂 Ég er bara stolt af litla pjakknum…
Þorra hittingur æskuvinkvennanna
Við æskuvinkonurnar ásamt Leifi, Ómari og krökkunum hittumst í mat í gær. Ákváðum að prufa að vera dálítið þjóðlegar og hafa einhvern smotterís þorramat og svo hitt og þetta fyrir gikkina 😉 Áttum bara skemmtilegt kvöld og komumst að því að “fersk” sviðasulta fer einna helst ofan í liðið af þessu mataræði… já og blóðmör….
líkamsræktargúrúin
síðan WC opnaði hérna við hliðiná vinnunni minni hef ég tekið xtra mikið eftir því hversu miklu það virðist skipta þessi líkamsræktargúrú að leggja helst alveg í innganginum, amk eins nálægt honum og MÖGULEGA er hægt, skiptir engu máli hvort stæðin séu merkt eða ekki. Við turtildúfurnar erum nýlega farin að kíkja inn í Laugar…
Litli stóri strákurinn okkar
Við vorum að fá tölvupóst með staðfestingu á að litli pjakkurinn okkar er kominn með leikskólapláss!!! Hringdi um leið í leikskólastjórann á Austurborg og við komum okkur saman um að við mættum kíkja til þeirra í fyrsta í aðlögun þann 2 febrúar! Litli ormurinn minn er að verða leikskólastrákur :love: