eitt af því skemmtilegra sem Oliver veit er að ráðast á píanóið hjá ömmu og afa í Álfheimum 🙂 Hann var því alveg í essinu sínu á páskadagskvöld þegar hann hélt stórtónleika fyrir okkur, hér er brot af því besta 🙂
Páskarnir
Við áttum yndislega páska í ár. Eyddum þeim að mestu leiti með vinum okkar og nánustu fjölskyldu.
sorglegt
Mér finnst það alveg svakalega sorglegt þegar fólk þarf að láta reiði sína bitna á einu virtasta húsi landsins. Við fórum í smá göngutúr í gærmorgun með strákinn, byrjuðum niðrá tjörn og gáfum öndunum eða réttarasagt svönunum og Gæsunum brauðbita og röltum svo áfram út á Austurvöll. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir þegar…
lítill kútur
Ég fór í fyrradag að kíkja á lítinn kút sem fæddist 2. mars, hann var ekki nema rétt 11 merkur þegar hann fæddist og er núna nýlega komin upp í fæðingarþyngd Olivers (14m). Ekkert smá skrítið að vera með svona pínu ponsu lítið kríli og vitandi það að það er ekkert langt síðan Oliver var…
víííí
mig er strax farið að hlakka til að komast í vikufrí í bústað þótt það verði ekki fyrr en í sumar! Reyndar var ekki alveg það auðveldasta að finna út hvaða vikur við gætum sótt um þar sem það er alltaf e-ð að gerast í sumar 🙂 afmæli, brúðkaup, útskriftir og svo auðvitað mæting litla…
litlir hlutir geta glatt :)
Ég var að dunda mér við að skrá inn í dagatalið mitt ýmislegt fyrir næstu mánuði þegar ég tók eftir litlu atriði sem gladdi mig óstjórnlega 🙂 Næstu 4 vikur eru allar svona “hlutastarfsvikur” sem þýðir að það eru rauðir dagar í þeim öllum 🙂 og ekki bara það heldur þá eru aðeins 2 fullar…
breytist hratt…
Mér finnst það dálitið fyndið hversu miklu hraðar hlutirnir gerast núna heldur en fyrir 2 árum síðan 🙂 Þegar ég gekk með Oliver þá hefði ég vel getað falið bumbu fram að ca 25v (6 mánuð) en núna þá var eins og hún sprytti fram á ca 18viku ( rúml. 4mán) eða fyrir ca 3…
hérna…
hvernig ætli það hafi komið til að ég náði mér í svona rosalega pólitískþenkjandi einstakling fyrir maka? Eins ópólitísk ég sjálf er 😛 Sjálfstæðismaðurinn minn er ss farinn að Landsþingið 🙂