2007 Ég á minnsta húsið í götunni, húsið sem stendur hjá Lödunni. Þegar granninn rennir í pottinn hjá sér kólna allir ofnarnir hjá mér. Eftir að granninn gerði upp garðinn hjá sér skín ekki sólin lengur í garðinn hjá mér. Granninn fær ráðherrana í grillið til sín og bræluna leggur svo yfir til mín. Granninn…
kláði
alveg er það greinilegt að sumarið er komið… ég má varla fara út úr húsi í stutterma bol eða í sund og þá fæ ég að kenna á því með tilheyrandi kláða :hmm: ekki spennandi! og ég virðist ekki meiga taka inn neitt af ofnæmislyfjunum mínum.. bara spreða mildison á svæðið í smá tíma og…
er það ekki…
orðið dálítið spúkí þegar ljósan er farin að skjóta á mann milli mæðraskoðana hvað kúlan sé orðin stór ? og að kaffistofuspjallið sé farið að snúast sundum um það hvað ég hafi eiginlega borðað yfir helgina þar sem ég hafi “stækkað” svo um helgina… það nýjasta var að ég borðaði víst blöðru um helgina og…
Dagsferð
Í gær skelltum við okkur í smá bíltúr ásamt Gunnari, Evu og Hrafni Inga 🙂 Förinni var heitið í fjöruna við Eyrarbakka – smá draumur sem Leifi hefur dreymt um síðan ég var ólétt af Oliver 🙂 Æskuminningar í algleymingi hjá honum og eflaust Gunnari líka. Þeir voru nefnilega vanir að fara í svona bíltúra…
óákveðni :P
Kollurinn manns getur farið alveg ferlega með mann 😀 Eina stundina væri ég sko ekkert á móti því að fá krílið í afmælisgjöf eins og báðir sónararnir (12v og 20v) og það allt segja og endurtaka þar með nokkuð sem gerðist fyrir 64 árum (á morgun) þegar Helga amma eignaðist mömmu á þrítugsafmælisdaginn sinn 🙂…
alltaf eitthvað
svakalega er stundum bókuð dagskráin hjá manni 🙂 stundum er það bara frábært en stundum væri maður líka til í að eiga smá frí… í síðustu viku var einmitt alltaf eitthvað að gerast.. og lítið frí í boði. Meðgöngusund, æskuvinkonuspjall, húsdýragarðurinn, bumbuspjall og ýmislegt fleira 😛 þessi vika er etv ekkert skárri bara öðruvísi 🙂…
stundum
er svaka veldi á manni 😉 sérstaklega svona í kreppunni 🙂 segja má að þessi helgi hafi einkennst af slíku sem var reyndar bara gaman og alger lúxus að njóta svona fyrst maður fékk ekki að njóta sólarinnar líkt og flestir aðrir borgarbúar vegna veikinda hjá stubbnum. Byrjuðum laugardaginn á því að splæsa á okkur…
dagamunur
Mikið rosalega getur líðanin hjá manni breyst hratt… Síðustu daga hef ég alveg verið að finna fyrir þessum breytingum sem eru í gangi með stækkandi maga og minnkandi plássi fyrir líffærin mín. En í gærkvöldi tók algerlega tappann úr og ég er ekki frá því að Leifi hafi brugðið þegar ég kom heim úr bumbusundinu…