Jæja ég lokaði veðbankanum áðan 😉 settur dagur kominn og farinn og ekkert kríli mætt á svæðið, þannig að þá er bara spennandi að sjá hvort einhver hafi rétt fyrir sér á næstu dögum 😉 Skv listanum hérna fyrir neðan þá skiptist þetta nokkuð jafnt í stelpu/strák og svo sama gildir um dagana 11.ág og…
Veðbankinn
Veðbankinn er opinn og verður staðsettur hér (efst, nýrri færslur fyrir neðan) á blogginu að áætluðum fæðingardegi bumbukrúttsins eða þann 10.ágúst 2009. (smellið á “meira” hér fyrir neðan til að lesa alla færsluna og leggja inn ykkar ágiskun😉 )
það hlaut að koma að því…
síðasti dagurinn þar sem ég telst vera tuttuguogeitthvað ára gömul 😛 Ég veit ekki til þess að ég sé með einhverja aldurskomplexa, hlusta reyndar heilmikið á aðra röfla yfir því að vera ekki búin/nn að gera hitt eða þetta sem þau ætluðu sér að gera fyrir þrítugt. Ég er kannski ekki alveg búin að gera…
LOKSINS!
erum við búin með blurbbókina okkar um Ameríkuferðina og búin að senda hana inn til Blurb 🙂 nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að ekkert klúðrist þar sem við erum aðeins of sein með að senda hana inn svo að hún komist í farangurinn hjá Ástu frænku 😛 *krossafingur* og vonandi…
skrítið…
Stundum er ekki sniðugt að rifja upp leiðinlegar minningar þótt það geti verið af hinu góða upp á “bata” að gera. Ég asnaðist til þess að lesa “uppgjörið” mitt við aðgerðarstússið eftir brjóstagjöfina með Oliver og hálf brotnaði saman eftir það. Ég veit að það er ekki hægt að bera 2 meðgöngur saman og þá…
áminning
Við fengum þá Kransa og Friðrik í heimsókn til okkar í gærkvöldi og fengum dálítið skemmtilega spurningu… Friðrik spurði hvað við værum búin að búa lengi í þessari íbúð… hmm ég fattaði akkúrat þá að það eru komin 2 ár síðan við gerðum kauptilboð í H14 🙂 eða reyndar var það þann 27. júl og…
Brúðkaup ♡ GunnEvu ♡
Loksins rann dagurinn upp 😉 Gunnar og Eva giftu sig sem sagt síðastliðinn laugardag þann 18.júlí. Athöfnin sjálf var í Lágafellskirkju og sá sr Hjörtur Magni um að gefa þau saman og Þorvaldur vinur þeirra úr MS sá um sönginn í kirkjunni. Falleg athöfn og glæsilegt par á ferðinni þarna 😀 Veislan var líka alveg…
Gæsagleði & Steggjun
Við skötuhjúin tókum þátt í glensinu þegar GunnEva voru tekin “í gegn” fyrir brúðkaupið sitt, Eva var gæsuð þann 4 júlí og Gunnar viku síðar. Við stelpurnar plötuðum Evu í vinnuna og dressuðum hana þar upp í mjög svo “glæsilegan” galla, sprelluðum aðeins með henni í bænum, fengum okkur brönsh hjá Möggu og héldum svo…