Oliver var að spila á móti Fjölni áðan, hefði verið lítið mál nema að á meðan leiknum stóð fengum við annsi fjölbreytt veðurfar. Vantaði bara sólina en leikurinn var svo seint að deginum að birtan var farin. Náðum samt að sjá byrjunina á fallega ljósafossinum niður Esjuna í nafni “Ljóssins” sem var afskaplega fallegt.
318/365
Ég var einusinni að vinna með konu sem sá hjörtu út úr ótrúlegustu hlutum. Hún benti mér ítrekað á sniðug þannig móment og síðan þá hef ég tileinkað mér þetta líka. Mér verður reyndar oft hugsað til hennar þegar ég rekst á eitthvað hjartalaga og á það jafnvel til að senda henni mynd af því…
317/365
Allt að verða tilbúið fyrir afmælisbarn morgundagsins 🥰 Litla Skottuborgin okkar fagnar 6 árum á morgun og þvílík gleði sem sá dagur mun færa henni því þá verður hún ekki lengur “bara” 5 ára og orðin gjaldgeng í 1.bekk að eigin mati.
316/365
“mamma má ég sofna í þínu bóli” Fact: mömmuból er alltaf best
315/365
Sumt er auðvelt að vinna sér í haginn með fyrir afmæli og veisluhöld… Rice Crispies kökur eru þar á meðal, snilld að græja þær og skella bara í frystinn, ekki það að þær taki tíma heldur bara eru þær smá föndur 🙂 sem mér finnst oft betra að vera laus við þegar styttist í afmælisveislur.
314/365
Fyrr í haust fór mamma til læknis og óskaði eftir því að komast í brjóstamyndatöku þar sem blaðra sem hún fann fyrir ári síðan og átti skv öllu að “hverfa” með tímanum var enn til staðar. Eftir þá myndatöku og sýnatöku hjá Krabbameinsfélaginu var ákveðið að fjarlægja blöðruna svo hún yrði ekki til ama fyrst…
313/365
Systurnar eru stundum svolítið fyndnar… Ása var alveg iðandi í skinninu í gjafavöruversluninni í Harry Pottersafninu að kaupa sér eitthvað sniðugt. Úr varð að hún keypti sér svona hálsmen. Henni fannst það æði og hefur oft verið með það um hálsinn síðan við komum heim. Sigurborg Ásta mátti eiginlega ekki vera minni manneskja og keypti…
312/365
Við eigum góða vini sem eru jafn hrifin af indverskum mat og við… etv jafnvel hrifnari! Plötuðum þau í heimsókn í dag undir því yfirskini að borða saman… eða sko við sáum um að græja hráefnið en þau aðstoðu okkur við matseldina og sköffuðu kryddblöndur 😉 Úr varð nokkrir mismunandi réttir, meðal annars grænmetisréttur. Þetta…