eru virkilega komin 6 ár!? mér finnst eitthvað svo stutt síðan við Leifur fórum að vera saman, eða allavegana alls ekki komin 6 ár :love: ef ég lít samt til baka og sé hvað við erum búin að “gera” þá er ég samt hálf hissa á því að það séu ekki meira en 6 ár…
Annáll 2009
Ég hef haft það fyrir reglu að taka saman hér á blogginu svona létt hvað hefur gengið á yfir árið hjá okkur 😀 Yfirleitt hefur bara verið skemmtilegt að lesa þetta yfir og svona. Þegar ég var að undirbúa annálinn í ár sá ég hversu margt hafði í raun og veru að gerst hjá okkur…
Jólin
Jólin hafa liðið annsi hratt í ár eða mér finnst það amk. Við eyddum aðfangadagskvöldi hjá báðum foreldrasettunum, fyrri hluta kvölds hjá foreldrum mínum en þeim seinni hjá tengdó. Eins og “eðlilegt” er þá fengu börnin óhemju magn af pökkum. Oliver vissi ekkert hvernig hann átti að vera og vildi helst opna alla pakkana sjálfur,…
Oliver & Ása Júlía í myndatöku
Oliver & Ása Júlía Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Ég fór með Oliver og Ásu Júlíu í myndatöku um miðjan nóvember. Svaka leynimakk í gangi og í raun voru það bara foreldrar mínir + Sirrý vinkona sem vissu af þessu þar sem ég hafði hugsað mér að gefa Leifi afrakstur myndatökunnar í jólagjöf…
Jólakort 2009
Jólahefðir
Við skötuhjúin erum að dunda okkur við það að skapa okkar eigin hefðir í bland við að halda í hefðir sem við erum alin upp við. Frá því að við bjuggum í DK höfum við haft þá hefð að opna jólakortin síðasta kvöld fyrir jól sem við erum heima (í Dk var það 22.des) eða…
prjónaföndur í jólagjöf
Ég ákvað í haust eftir að ég heyrði Lilju vinkonu tala um hversu hrifin Sóley Svana væri af Hello Kitty að prjóna húfu á þá litlu sem ég hafði rekist á inni á Ravelry vefnum. Oliver og Sóley Svana eru nefnilega “jólavinir” og gefa hvort öðru alltaf litlar jólagjafir 🙂 Þetta er frekar einföld húfa, hvít og svo…
noj, mér tókst það
Í vor var mér gefinn afleggjari af Nóvemberkaktusi í vinnunni… bjóst nú ekki alveg við því að mér tækist að halda honum á lífi enn einhvernvegin þá tókst mér að láta hann dafna og stækka þannig að e-ð gerði ég rétt 😉 Fyrir helgi sá ég svo nokkuð sem ég hafði enga trú á að…