Ahh við fórum í fyrstu útilegu sumarsins um helgina. Dásamlegt veður þannig að við ákváðum að skella okkur í 2 nætur á Þingvelli með krakkana. Ása Júlía hefur ekki farið í tjald áður og Oliver fór síðast þegar hann var rúmlega 1 árs (2 ára var ég huges ófrísk af ÁJ og í fyrra var…
fleiri blómstur!!
Ég fann blómstur á hinni tómata plöntunni þegar ég kom heim í dag… *jeij*
Tómatar ofl.
jeij tómatarnir mínir eru farnir að sýna sig, þó bara blómstur en blómstur eru mætt á aðra plöntuna mína *mont* Er hrikalega ánægð með sjálfa mig að hafa náð að halda lífi í þessu *Hehe* líka fyndið að maður sér tómataplönturnar bókstaflega vaxa, þær titra alveg á fullu enda hafa þær stækkað heilan helling frá…
*slef*
ég get stundum setið og gjörsamlega slefað yfir þeim hugmyndum sem aðrir bloggarar úti í heimi fá… auðvitað matarlega séð! Mér finnst t.d. þessi alveg syndsamlega girnileg! Smelltu á myndina fyrir link eða bara Hér
gróðurhúsið í Hvassaleiti
ræktun a photo by Leifur & Dagný Ásta on Flickr. Mér finnst æðislegt að fylgjast með matjurtunum mínum vaxa og dafna. Hlakka endalaust til þegar tómatarnir fara að láta sjá sig þó ég borði þá ekki sjálf en krakkarnir gera það og þá sérstaklega Ása Júlía. Hlakka líka til þegar Cyanne piparinn tekur við sér…
Húsavík
Við skelltum okkur norður til Húsavíkur um helgina. Jökull og Inga Lára buðu okkur í skírnina hennar Sigurlaugar og jafnframt báðu þau Leif að vera skírnarvottur 🙂 Foreldrar Ingu Láru voru líka svo yndisleg að bjóða okkur að skella upp fellihýsinu sínu og fullan aðgang að húsinu þar fyrir utan þannig að við vorum í…
Plain girly hoodie
Plain girly hoodie a photo by Leifur & Dagný Ásta on Flickr. ohh ég elska þessa peysu, vildi óska þess að ég væri Ása Júlía bara svo ég gæti troðið mér í hana *haha* Allavegana smá infó – uppskriftin er frí í stærð 2-3 ára á vefsíðu pickles. yndislega einföld og skemmtileg. Ég notaði 2x…
handavinnubrölt
eins og sjá má á fyrri póstum er ég búin að vera að dunda mér við smá handavinnu undanfarið… heklaði þarna utan um 2 steina og sultukrukku sem ég útfærði sem blómavasa (amk í bili… kannski breytist hann í kertastjaka í vetur, hver veit) Í gærkvöldi sá ég svo hrikalega krúttlegt armband og ákvað að prufa……