breytingar…
Loksins drifum við það af að koma Koju inn í krakka herbergið. Ótrúlegt hvernig herbergið breytist við það að færa húsgögnin aðeins til og að taka rimlarúmið út 🙂 Klikkuðum reyndar á 1 smá pínu ponsu litlu atriði sem varð til þess að Ásu skott kúrir á dýnu á gólfinu inni í herbergi *haha* en…
gullkorn
það er ekkert lítið sem ég elska gullkornin sem koma frá börnum, sérstaklega syninum þessa dagana enda MIKLAR pælingar í gangi í kollinum á tæplega 5 ára gaur. Hann getur líka talað endalaust… svo mikil er frásagnargleðin hjá honum, er hálf hissa að hann skuli ekki tala upp úr svefni miðað við hversu mikið hann…
Þúfukot
Við kíktum í bústað um helgina.. fengum Þúfukot lánað hjá SFR enda er það svona hæfilega langt frá báðum stöðum.. þ.e. Leifur var um klst að keyra þangað ofan af Búðarhálsi en við aðeins lengur (hefðum sennilegast verið á svipuðu róli ef færðin hefði verið betri..). Þetta er virkilega notalegur lítill bústaður, pallurinn er pottþétt…
Bíó:: Svartur á leik
Við skötuhjúin skelltum okkur í bíó síðast liðið laugardagskvöld.. veit ekki hvað það er langt síðan síðast en þannig er það bara 🙂 Sáum semsagt Svartur á leik eftir Stefán Mána. Mikið svakalega var þetta ljót mynd *hrollur* en góð var hún, það er alveg á tæru! Langt síðan maður hefur séð svona vel leikna…
25.08.12
já það er víst hægt að gera það opinbert hér á blogginu að við erum búin að ákveða dagsetninguna 🙂 25 ágúst 2012 Þannig að það er nóg um að vera framundan hjá okkur 🙂 sumt er komið á hreint en annað ekki svona eins og gengur og gerist 🙂
Þæfingarnámskeið
Ég fór á námskeið á vegum SFR í ullarþæfingu nýlega… bara gaman og skemmtilegt að vera svona í hópi fólks (lesist: kvenna) þar sem allir eru að gera það sama en samt ekki! Það bjuggu allir til kúpla á ljósaseríur.. nema að sumir þæfðu utan um golfkúlur, aðrir utanum frauðkúlur (ég), enn aðrir utan um…
í hárgreiðsluleik
04.03.2012, a photo by Leifur & Dagný Ásta on Flickr. dóttlan er dugleg að passa upp á að allir líti vel út… alveg sama hversu mikið hár fólk og brúður hafa…