Jólaboð afkomenda Tangagötuhjónanna var með aðeins breyttu sniði í ár. Venjulega hittumst við og skerum út laufabrauð á aðventunni og borðum svo saman góðan mat en í ár gerði hver fjölskylda fyrir sig þannig að jólaboðið var bara allsherjarjólaboð 🙂 Í ár fengum við lánaðan lítinn sal í húsinu sem Guðrún og Viðar búa í…
35ár
Þessi 2 fagna 35 ára brúðkaupsafmælinu sínu í dag 🙂
Stekkjastaur kom fyrstur…
Mjúku fallegu litlu hendur
Matseðill
Ég er loksins búin að taka upp matseðlasystem hérna heima aftur, það féll svolítið mikið um sjálft sig á meðan Leifur var á Búðarhálsi. Við púsluðum saman 2vikna matseðli núna í vikunni og ég fór í gær í fyrstu alvöru útiveruna frá litlu þegar ég fór og keypti nokkurnvegin allt hráefni sem ég gat fyrir…
….og þá voru þau orðin 5!
Samkvæmt sónarmælingum og úrlestur úr þeim áttum við von á að lítil stelpa léti sjá sig í kringum 9 nóvember sl. En hún, líkt og eldri systkinin, var ekki alveg á því að fara eftir því hvað einhverjir læknar , ljósmæður og nútímatækni segðu að hún ætti að láta sjá sig þannig að 9.nóvember kom…
Ein VEL skreytt í óveðurskaffitímanum…
Leiðindar veður úti og ég er eiginlega bara mjög fegin því að þurfa ekkert að vera á neinu útstáelsi. Þakka eiginlega bara fyrir að krílið sem kúrir í bumbunni hafi ekki látið sjá sig í gær eins og sónarinn hafði giskað á. Ég ákvað að skella í köku með kaffinu og bananabrauð. Bananabrauð slær alltaf…
lítið um alvöru skrif…
Ég hef lítið verið að skrifa hingað inn síðustu mánuði… er í annsi mikilli lægð hvað þetta blogg varðar en ég tími hinsvegar alls ekki að loka því. Það er ofsalegt magn af upplýsingum hérna sem í raun og veru koma engum við nema mér 😉 Það hefur svosem lítið verið að gerast undanfarna mánuði…