Fyrir umþað bil mánuði síðan heklaði ég húfu á Sigurborgu Ástu… átti reyndar alltaf eftir að setja færslu hingað inn um hana en það var reyndar bara vegna skorts á myndum. Ég slæ því 2 flugur í einu höggi í þessum pósti 😉 Sara vinkona heklaði svo dásamlega fallega dökk rauða silkihúfu á Sigurborgu Ástu…
Me time
Breiðholtsvillingar í heilt ár
Í dag er komið heilt ár frá því að við fengum Kambaselið afhent 🙂 Við erum búin að aðlagast nokkuð vel hérna í efri byggðum, mér finnst samt ferlega skrítið að vera svona í hinum enda borgarinnar og finnst alltaf jafn skrítið að beygja ekki inn Háaleitisbrautina þegar ég er á heimleið en það venst…
Tröllabollur á bolludag
Við tókum forskot á sæluna og skelltum í bollur í dag enda er bolludagurinn á morgun. Einhver hlaut að detta í kaffi enda var ég aðeins utanvið mig þegar ég ætlaði að setja örlítið lyftiduft þannig að útkoman varð Tröllavatnsdeigsbollur. Krökkunum fannst það reyndar ekkert leiðinlegt 🙂 Ég hafði rétt fyrir mér þar sem tengdó…
Hekl: Kría fyrir mig
Ég tók þátt í garnbanaáskorun Hnoðra og Hnykla aftur í þessum mánuði… aðeins að reyna að minnka garnmagnið hér á bæ. Ég heklaði Kríur í jólagjöf handa mömmu og Ingu tengdó fyrir jólin 2012 úr sama garni… dásamlega mjúk blanda af Silki og Ull úr Litlu Prjónabúðinni. Ég kláraði sjalið í fyrrakvöld, notaði svo tækifærið…
Kreisí pípól
Auður sem vann með Leifi á Búðarhálsi kíkti í heimsókn með PS3 tölvuna sína í kvöld… ekki frásögu færandi svosem nema afþví að Oliver var svo yfirsig spenntur að pabbi og Auður ætluðu að spila tölvuleik í stóra sjónvarpinu! Ása Júlía gerði sitt besta til að halda sér vakandi eitthvað en bæði voru þau steinsofnuð…
Stundum…
Stundum þykja mér sum verkefni ekki ganga nógu hratt… alveg sama þó þau verkefni fái nákvæmlega allan þann tíma sem í boði er til að vinna í þeim. Mig langar eiginlega aðeins of mikið til þess að vera komin lengra og helst búin með þessa peysu 🙂 Hún er einföld, fallega einföld en það sem…
heimsókn
Við fengum heimsókn í dag frá yndislegri frænku sem við hittum alltof sjaldan… ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að búið væri að stefna foreldrum mínum til mín og að frænka ætlaði að bjóða í kaffi hjá mér *haha* Bara gaman að svona óvæntum heimsóknum. Lára María kom með þessa dásamlegu köku með…