Við fengum góða vini, þau Iðunni & Sverri, í heimsókn í gærkvöldi. Ýmislegt rætt í þaula og eftir dágóðan tíma dró Iðunn upp spil sem hún hafði kippt með sér rétt áður en þau komu til okkar.
Leifur hafði spilað þetta í DK um síðustu helgi þannig að af okkur 2 þá vissi hann hvað við vorum að fara út í!
Spilið heitir Cards against humanity og felur í sér að botna setningar/svara spurningum með fyrirfram gefnum svörum á spjöldum sem hver leikmaður fær. Þvílíka steypan sem kom út úr sumu þarna – margt sem var hreinlega ekki hægt að lesa vegna tára sem spruttufram í hlátursköstum!
Takk fyrir much so needed laugh Iðunn & Sverrir!!