Jæja, ritgerðin er rétt að byrja :o)
ef þú hefur ekki áhuga á að lesa langa ferðasögu þá skaltu bara sleppa þessari færslu ;o)
Eftir vinnu síðasta föstudag var töskum, vindsæng, tjaldi, svefnpokum og fleira dóti troðið í skottið á Litla Græn, planið var að halda áleiðis á Siglufjörð að heimsækja ofur skvísurnar þær Áslaugu & Sigríði.
Við fórum að Bakkaflöt og tjölduðum þar, ekkert smá notalegt að sofna við lækjarnið og vakna við fuglasöng.
Við vorum þarna rétt fyrir miðnætti og vorum búin að koma okkur fyrir um 12 leitið… þá tók við matseld.. Leifur grillaði handa okkur alveg svakalega gómsætar svínasteikur *namminamm*
Við vorum vöknuð snemma á laugardagsmorgunin og ákváðum að bruna í Varmahlíð að hitta hann föður minn þar sem hann gisti en eyddi mest allri helginnni á einhverju Lionsþingi á Sauðárkróki og keyrðum við smá hring um Sauðárkrók(krummaskuð!). Ása og Sirrý voru nú ekki alveg par sáttar við það að við ýttum við þeim fyrir hádegið *hehe* en þær höfðu nú barasta gott af því :o)
Við eyddum laugardeginum á Siglufirði í allskonar flakk… röltum um bæjinn (Leifur týndist!!!) og nutum veðurblíðunnar. Stelpurnar vildu endilega fara með okkur upp í skógrækt og grilla kvöldmatinn þar, sem var bara voða notalegt… hefði mátt vera eilítið minni vindur samt (a) fengum auðvitað að heyra nýjasta slúðrið um skógræktina, bara húmor :o)
Það er alveg á hreinu að Sirrý er búin að sanna það hve ill hún getur verið… við fórum að spila Hættuspilið þarna eftir Skógræktarferðina og hún vann öll spilin sem voru tekin!!! Og ég meina ÖLL
Ása rak okkur svo út á “Allann” því að hún vildi endilega komast út úr húsi (ég held nú að hana hafi frekar langað í kaldan bjór!). Þar var snilldar DJ við störf sem spilaði ekkert nema svona stemmara lög og allir að syngja með! Bara gaman að því!
Fórum reyndar frekar í fyrri kanntinum heim en það var samt ágætt… mér skilst reyndar að það hafi ekki allir náð að sofa alla nóttina… sumir voru eitthvað að pirra sig á flugum og flúðu fram í lítinn bastsófa því að ég og Leifur höfðum víst hertekið stofuna og sumir þorðu ekki þar inn *hahahah*
jájá ég er soddan “perri”.
Sunnudagurinn var svipaður og laugardagurinn í rölti og rólegheitum, fylgdumst með fermingarbörnunum koma í röð út úr kirkjunni og stemninguna í kringum það enda allir foreldrarnir að taka myndir af hópnum, bara sætt. Ása kokkaði ofaní okkur og svo tók Matador við… Leifi tókst að baða spilið mitt upp úr bjór og sömuleiðis okkur stelpurnar, bara “jummy” eða hitt þó heldur ;o)
Eftir nokkur spil & bjór/hvítvíns/rauðvíns/breezer sötur skelltum við okkur á ball á Café Torgi með SMAK sem tók reyndar bara “coverlög” en flest lögin voru lög sem fólk þekkir og hélt uppi stuði langt fram á nótt :o)
Þegar við komum heim, þ.e. >ég, Leifur & Sirrý þá vorum við alveg ógurlega svöng… enda búin að vera að röfla um það hve henntugt það væri nú ef við bara værum í bænum, þá gætum við farið og fengið okkur ógeðslega Hlölla, Nonna eða feita pitzu… hugmyndaflugið fór á kreik og mundum við þá að til voru ósteiktir hamborgarar uppi… jájá Sirrý skellti sér í hlutverk kokksins… sökum öhh fíflagangs enduðu þessir hamborgarar sem hvítvínslegnir og var loftið inn í eldhúsi annsi reykmettað *hósthóst* en þeir voru alveg ógurlega góðir með hvítlaukssósunni..
Nýjasta pælingin er einmitt að selja einkaleyfið á hamborgurum með hvítlaukssósu, ekkert smá gotttttttt, þá sérstaklega fyrir hvítlauksaðdáendur (sagt með rödd Lilla klifurmús, *hint* þá sérstaklega fyrir Refi…*hint*)
Ásu var reyndar ekkert skemmt þegar hún fann bræluna sem lagði um alla íbúð þegar steikingin stóð sem hæst… I wonder why… Ása mín þið áttuð bara að fara heim til hans *hahahahah* svo er hún hálf spæld yfir engum hammara *Hahahahah* þabbarasvona!
Mánudagurinn var alveg svakalega fallegur og góður… við höfðum svo innilega ENGANN áhuga á því að leggja af stað í höfuðborgina, enda lögðum við ekki af stað fyrr en um 3 leitið… og vorum við ekki alveg sátt við það. Þegar við keyrðum úr Sigló stóð á hitamælinum 23°c!!!
Ég fæ myndir fljótlega og mun þá senda þær inn á netið :o)
Elsku Ása & Sirrý,
Takk æðislega fyrir okkur, helgin var frábær og ferðin í heild sinni alger snilld!