Við Oliver vorum nokkuð dugleg síðasta sumar að hjóla niður í Elliðárdal og fórum líka einn risa hjólatúr alla leið vestur í bæ til mömmu og pabba 🙂
Fyrsti hjólatúrinn byrjaði reyndar með klassískum göngutúr út á bensínstöð til þess að bæta lofti í dekkin á mínu hjóli… pumpan er einhverstaðar vel falin…
Hjóluðum svo þaðan og nipur í Elliðárdal. Niður að stíflu og til baka meðfram árbænumnog hesthúsahverfinu í Víðidalnum.
Mikið er ég glöð með að eiga svona kröftugan hjólagarp sem er til í að taka einn svona hring með mömmu sinni ♡
Hann er reyndar búinn að marg tala um það í vetur að fara svona hringi með mér í vor/sumar og helst af öllu vill hann fara svona alvöru hring eins og síðasta sumar… þess skalt getið að drengurinn er á gíralausu hjóli þannig að þetta er hörku áreynsla fyrir hann 🙂
Næsta skref er svo að fara að þjálfa Ásu Júlíu upp í að taka svona lengri túra á sínu hjóli 🙂