Hvenær ætla ég að læra það að ég á ekki að meðhöndla tisur ?
það ætlar að reynast mér alveg ógurlega erfitt.
Það kom hérna inn áðan alveg rosalega falleg tisa… en þar sem þetta er ekki tisusjúkraþjálfun þá varð víst að fá hana út… ég fór auðvitað í það hlutverk :o) um leið og ég náði henni og tók hana upp þá fór tisan að mala… og var alveg ótrúlega kelin ætlaði varla að vilja sleppa henni þegar eg kom niður… minnti mig svo á hana Trýnu mína enda var sú tisa alveg frábær.
Ekki nóg með það að tisuhárin séu að kítla nebbalinginnn minn þá eru frjókornin að gera mér lífið leitt líka… er komin með svona kláðabletti á handleggina sem ég er að rembast við að klóra ekki í! enda þá líka með kláðabólur & sár.
Annars fékk Anna frænka símtal í gær og þá var Lísa frænka flutt á spítala úti á Spáni í fyrrinótt.. hún fékk víst svona heiftarlegt asmakast greyjið stelpan… skrítið samt að Lísa hafi ekki tekið nein ofnæmislyf með sér því að hjá henni þá fær hún asmaköst einmitt út af ofnæmi…
Fengum líka þær fréttir að Lísa & Jón Óskar hefðu sett upp hringa þarna í ferðinni :o)
Til hamingju með það Lísa & Jón Óskar