Ég og Leifur vorum e-ð að tala saman um afmælisdaga og minni kvenna í gær…
Hann vill meina að stelpur muni ss alla svona daga fólksins í kringum sig, ég er ekkert frá því, man alveg ótrúlega marga daga eða man oft að það er “einhver” en kannski ekki alveg hver það er
Ég tók mig til áðan og skrifaði niður dagsetningar og afmælisbörn… á nokkrum mín komst ég upp í 64 einstaklinga, fólk sem ég þekki ekkert endilega lengur en það situr gjörsamlega pikkfast í hausnum á mér hvenær viðkomandi á afmæli… t.d. man ég alltaf að Eva Ýr sem var með mér í bekk í 7-8 ára bekk!!! á afmæli 12 des.
Mér blöskraði eiginlega fjöldinn þannig að ég ákvað bara að hætta þessu, fáránlegt að geta munað svona marga afmælisdaga… ég hélt nú að ég væri með þetta kerfi þarna uppi til þess að minna mig á þá en ég þarf það semsagt ekkert nema þá bara til að benda mér á það að í dag er 7júní og það á enginn sem ég þekki afmæli í dag… breytist á morgun