Tja eða sko Leifur, ég, Oliver & Ása Júlía …. Sigurborg Ásta fékk að vera í ofdekri hjá ömmu og afa á meðan við héldum í þessa ævintýraför.
Við skelltum okkur semsagt í smá fjallgöngu upp á Helgafell. Krökkunum þykja svona ferðir ferlga skemmtilegar amk framanaf, bannað að spyrja þau í lok ferðar þegar þau eru orðin þreytt og etv svöng 😉
Þegar við vorum komin á bílastæðið vorum við alveg á báðum áttum með að fara alla leiðina upp v/ vindkælingar en þegar á reyndi var logn megnið af leiðinni upp og eina vindkælingin í rauninni uppi á toppi!
Ása og Oliver voru ólm í að skrifa í gestabókina og auðvitað skjalfestum við veru okkar þarna. Þessi tvö koma mér stöðugt á óvart, þau voru á fullri ferð allan tímann og kvörtuðu aldrei undan þreytu eða kulda. amk ekki fyrr en við vorum komin inn í bil … enda fundum við öll fyrir kuldabruna í kinnunum við hitamuninn.
Skemmtileg fjölskylduganga, ekki of löng né of brött 🙂
Við vorum því miður bara með símana okkar meðferðis þannig að myndirnar eru bara svona “lala”
Hér má sjá smá upplýsingar um gönguna á Endomondo.