Þetta er búið að vera alveg ótrúlega langur dagur eitthvað…
og ef ég man rétt þá verður hann enn lengri en venjulega því að ég kem ekki til með að losna héðan úr vinnunni fyrr en milli 5 og 6.
Ég þarf svo lítið til þess að láta gleðja mig hérna stundum í vinnunni… sagði við G3 að mér þætti tölvan mín vera farin að vera so leiðinleg eftir að MSSQL forrit var sett upp hérna að ég væri alveg að klepra stundum á Sjúkraþjálfunarforritinu þar sem það er “aðal” forrit stofunnar ennþá, fyrst Atlasinn er ekki orðinn virkur. Viti menn ég fékk heimild í gær til þess að uppfæra minnið í henni og er svakalega kát með það :o) svo kemur það bara í ljós hvort það sé nóg að uppfæra bara minnið. Gaukurinn ætlar semsagt að mæta í dag og laga mína yndislegu vinnutölvu.
Það stendur til að hópur fari héðan úr vinnunni í göngu upp á Esjuna í kvöld en ég er ekki alveg að höndla Esjugöngu eins og er… ætlaði aldrei að geta sofnað á mánudaginn og kom seint heim í gær… gæti alveg sofnað þegar ég kem heim, bara steinrotast og notað mína yndislegu hæfileika í að sofa þar til ég þarf að vakna (sum sé til þess að mæta í vinnuna á morgun). Það er komið alveg plan fyrir sumarið… næsta ganga er eftir viku… hugsa að mæta í hana.
Ástæða þess að ég kom seint heim í gær er einföld :o)
Björg Magnea bauð fólkinu í kaffi og meðí í tilefni 16 ára afmælisins síns… það var voða næs.. dró greyjið Leif með mér þar sem ég fékk svo mikið af spurningum um hann í síðasta familíu afmæli (vissi reyndar að þetta yrði mun minna en það), grey strákurinn á erfitt með að hefna sín þar sem mín nánasta familia er svo miklu stærri en hans, ég er allavegana búin að hitta hana alla *hehe* nei ó sorry ég á eftir að hitta 1 einstakling ;o)
En gaman að hitta Þór Steinar, Björgu Magneu & Kristján Má, alltof langt síðan maður hefur eytt tíma bara í spjall og svoleiðis með þeim… Þór Steinar orðinn þessi svakalega myndarlegi, hávaxni ungi maður… ætlaði varla að þekkja hann… Björg orðin svakalega sæt stelpa… Þór Steinar kemur til með að þurfa að passa hana næsta vetur i Verzló :o) og litli strákurinn bara ekkert svo lítill lengur… mér tókst allavegana að “móðga” hann í fyrra þegar ég kallaði hann litla frænda… neinei hann er víst að verða 11 ára á þessu ári.
Gaman að þessu :o)