Tengdó gaf mér fyrir nokkrum árum þessa steinafjölskyldu eða sko 2 stóra og 2 litla en eftir að Sigurborg fæddist þá vantaði okkur 1 til þess að fjölskyldan yrði fullkomin.
Ég komst að því eftir smá grúsk að sú sem málar þessa steinakalla selur þá bara heima hjá sér og svo á handverksmörkuðum (tengdó keypti þá einmitt á Handverkssýningunni í Hrafnagili á sínum tíma). Alltaf var það eitthvað sem tafði fyrir því að kíkja á hana Auði (sú sem býr þá til og málar) en svo í dag vorum við Ása & Olli að þvælast aðeins í miðbænum og rek ég augun í þessa kalla í glugganum hjá Rammagerðinni!!!
Ég var fljót að hoppa þar inn og smella mér á þriðja litla steininn 🙂 Fyrir átti ég krakkana í brúnu “peysunni” og þeirri grænu og nú bætti ég við þessum rauða 😀